„Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júlí 2017 13:23 Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Vísir/Daníel Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum. Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Skömmu síðar stigu níu konur til viðbótar fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta, sem eru grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Fjórar þeirra, auk Helgu, sendu frá sér yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem þær gagnrýna að ekki hafa verið rætt við neina þeirra þegar matið fór fram eða gerð tilraun til þess að ná í þær. „Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára. Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá. Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár. Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna: Thelma Ásdísardóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Ingibjörg Kjartansdóttir Guðný Hafliðadóttir Við erum fleiri en aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00 „Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum. Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Skömmu síðar stigu níu konur til viðbótar fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta, sem eru grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Fjórar þeirra, auk Helgu, sendu frá sér yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem þær gagnrýna að ekki hafa verið rætt við neina þeirra þegar matið fór fram eða gerð tilraun til þess að ná í þær. „Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára. Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá. Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár. Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna: Thelma Ásdísardóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Ingibjörg Kjartansdóttir Guðný Hafliðadóttir Við erum fleiri en aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum,“ segir í yfirlýsingu kvennanna.
Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00 „Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50
Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00
„Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33