Innlent

„Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta.
Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Vísir/Daníel
Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum.

Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta.

Skömmu síðar stigu níu konur til viðbótar fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta, sem eru grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Fjórar þeirra, auk Helgu, sendu frá sér yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem þær gagnrýna að ekki hafa verið rætt við neina þeirra þegar matið fór fram eða gerð tilraun til þess að ná í þær.

„Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára.  Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá.  

Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár.

Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna:

Thelma Ásdísardóttir

Guðrún Ebba Ólafsdóttir

Ingibjörg Kjartansdóttir

Guðný Hafliðadóttir

Við erum fleiri en  aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum,“ segir í yfirlýsingu kvennanna.


Tengdar fréttir

Tekur við sem talskona Stígamóta á ný

Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×