„Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júlí 2017 13:23 Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Vísir/Daníel Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum. Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Skömmu síðar stigu níu konur til viðbótar fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta, sem eru grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Fjórar þeirra, auk Helgu, sendu frá sér yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem þær gagnrýna að ekki hafa verið rætt við neina þeirra þegar matið fór fram eða gerð tilraun til þess að ná í þær. „Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára. Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá. Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár. Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna: Thelma Ásdísardóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Ingibjörg Kjartansdóttir Guðný Hafliðadóttir Við erum fleiri en aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum,“ segir í yfirlýsingu kvennanna. Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00 „Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fimm konur sem starfað hafa á vettvangi Stígamóta segja að niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta hafi valdið þeim miklum vonbrigðum. Matið var gert í kjölfar þess að Helga Baldvins Bjargar, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun af einelti og ofbeldi á vinnustaðnum. Niðurstaða matsins var sú að ekkert væri að í starfsumhverfi Stígamóta. Skömmu síðar stigu níu konur til viðbótar fram og sögðust hafa sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta, sem eru grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Fjórar þeirra, auk Helgu, sendu frá sér yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem þær gagnrýna að ekki hafa verið rætt við neina þeirra þegar matið fór fram eða gerð tilraun til þess að ná í þær. „Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára. Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá. Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár. Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna: Thelma Ásdísardóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir Ingibjörg Kjartansdóttir Guðný Hafliðadóttir Við erum fleiri en aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum,“ segir í yfirlýsingu kvennanna.
Tengdar fréttir Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50 Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00 „Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. 21. júlí 2017 11:50
Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22. júlí 2017 21:00
„Ég óttast sífellt að rekast á Stígamótafólk eða femínista sem hata mig“ Helga Baldvins Bjargar, sem steig fram fyrir skömmu og sagði frá reynslu sinni af því að starfa fyrir Stígamót, lýsir því hvaða áhrif málið hefur haft á hana í nýjum pistli á femíniska vefritinu Knúz. 26. júlí 2017 10:33