Met í hvalaskoðun en útlit fyrir lægð í haust Sæunn Gísladóttir skrifar 28. júlí 2017 06:00 Um 1.500 manns sigldu frá Húsavík á mánudag. Mynd/Norðursigling Norðursigling Met var slegið í hvalaskoðun hjá Norðursiglingu á Húsavík á mánudag þegar rúmlega þúsund farþegar fóru á vegum fyrirtækisins frá Húsavík á einum degi. „Það fóru hátt í 1.500 manns í heildina, að hinum fyrirtækjunum meðtöldum, frá Húsavík þann dag,“ segir Oddvar Haukur Árnason, flotaútgerðarstjóri Norðursiglingar. Á hverju ári síðustu árin hefur farþegamet verið slegið hjá Norðursiglingu þar sem ferðum og bátum hefur fjölgað hjá fyrirtækinu en ekki var búist við að metið yrði slegið nú í ár. „Metið okkar í fyrra var um 950 manns. Það virðist einhver stöðnun vera að eiga sér stað á markaðnum núna. Útlit er fyrir stöðnun það sem eftir er sumars og svo gæti orðið fækkun seinni hlutann í ágúst og í haust miðað við í fyrra,“ segir Oddvar. Fyrirtækið rekur einnig gististaði og veitingarekstur. „Þar er mikið hrun. Það virðist sem fólk sé frekar að njóta afþreyingar á svæðinu en sparar við sig í mat, kaupir í matvöruverslunum og það gistir ekki á Húsavík,“ segir Oddvar. „Það verður allavega ekki hrun í hvalaskoðun eins og í veitinga- og gistigeiranum. Þegar fólk er komið hingað norður er það þessi afþreying sem það er að leita að, en við gerum ráð fyrir fækkun á næsta ári.“ Norðursigling hefur selt skipulagðar hvalaskoðunarferðir í 23 ár. Oddvar segir sterkt gengi krónunnar spila mest inn í. „Fólk stoppar skemur á Íslandi. Það er nógu erfitt að fá fólk inn á Norðurlandið, svo þarf að fá það af þjóðveginum inn til Húsavíkur. Því skemur sem fólk stoppar því minni tíma hefur það til þess að skoða fleiri staði sem eru lengra frá. Við höfum eðlilega áhyggjur af þessum hlutum.“ Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, segir að töluvert minna sé að gera í hvalaskoðun hjá hennar fyrirtæki í Reykjavík heldur en síðustu árin. „Þetta er eins og svona fyrir þremur árum. Ég held að í flestallri afþreyingu sé minna að gera. Það byrjaði eftir páska þá datt pínu úr þessu. Svo byrjaði júlí ágætlega. Þannig séð er þetta ágætis sumar. En síðasta sumar var metár.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Met var slegið í hvalaskoðun hjá Norðursiglingu á Húsavík á mánudag þegar rúmlega þúsund farþegar fóru á vegum fyrirtækisins frá Húsavík á einum degi. „Það fóru hátt í 1.500 manns í heildina, að hinum fyrirtækjunum meðtöldum, frá Húsavík þann dag,“ segir Oddvar Haukur Árnason, flotaútgerðarstjóri Norðursiglingar. Á hverju ári síðustu árin hefur farþegamet verið slegið hjá Norðursiglingu þar sem ferðum og bátum hefur fjölgað hjá fyrirtækinu en ekki var búist við að metið yrði slegið nú í ár. „Metið okkar í fyrra var um 950 manns. Það virðist einhver stöðnun vera að eiga sér stað á markaðnum núna. Útlit er fyrir stöðnun það sem eftir er sumars og svo gæti orðið fækkun seinni hlutann í ágúst og í haust miðað við í fyrra,“ segir Oddvar. Fyrirtækið rekur einnig gististaði og veitingarekstur. „Þar er mikið hrun. Það virðist sem fólk sé frekar að njóta afþreyingar á svæðinu en sparar við sig í mat, kaupir í matvöruverslunum og það gistir ekki á Húsavík,“ segir Oddvar. „Það verður allavega ekki hrun í hvalaskoðun eins og í veitinga- og gistigeiranum. Þegar fólk er komið hingað norður er það þessi afþreying sem það er að leita að, en við gerum ráð fyrir fækkun á næsta ári.“ Norðursigling hefur selt skipulagðar hvalaskoðunarferðir í 23 ár. Oddvar segir sterkt gengi krónunnar spila mest inn í. „Fólk stoppar skemur á Íslandi. Það er nógu erfitt að fá fólk inn á Norðurlandið, svo þarf að fá það af þjóðveginum inn til Húsavíkur. Því skemur sem fólk stoppar því minni tíma hefur það til þess að skoða fleiri staði sem eru lengra frá. Við höfum eðlilega áhyggjur af þessum hlutum.“ Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, segir að töluvert minna sé að gera í hvalaskoðun hjá hennar fyrirtæki í Reykjavík heldur en síðustu árin. „Þetta er eins og svona fyrir þremur árum. Ég held að í flestallri afþreyingu sé minna að gera. Það byrjaði eftir páska þá datt pínu úr þessu. Svo byrjaði júlí ágætlega. Þannig séð er þetta ágætis sumar. En síðasta sumar var metár.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira