Guðni lét til sín taka í Bergen: „Loksins fæ ég að gera eitthvað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2017 23:30 Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprin á dögunum. Vísir/EPA Snjórinn sem tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid, í Bergen í Noregi í dag var bæði blautur og kaldur. Guðni fór um víðan völl í Bergen í dag og mundaði meðal annars fínustu öxi. „Alveg eins og veðrið heima,“ sagði Guðni um snjóinn áður en ferð hans og fylgdarliðs um norska sjávarannsóknarsetrið hófst. Í för með Guðna voru ásamt Haraldi V Noregskonungi, Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra og konsúll Íslands í Noregi, Kim Ingjærde. Guðni heimsótti meðal annars Háskólann í Bergen og í sjávarannsóknarsetrinu fræddust þjóðarleiðtogarnir tveir um makríl og nýjustu tækni við veiðar á honum. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Noregs hefur staðið yfir í þrjá daga en henni lauk í dag. Guðni heimsótti einnig Bryggjuhverfið í Bergen sem á rætur sínar að rekja til ársins 1350 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar skoðaði Guðni og fylgdarlið meðal annars hvar verið er að vinna að endurgerð gamalla bygginga við bryggjuhverfið og fékk Guðni meðal annars að grípa í öxi. „Loksins fæ ég að gera eitthvað,“ sagði Guðni þá með bros á vör en myndir af ferð forsetahjónanna til Bergen má sjá á vef Bergens Avisen en Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, deildi þessari mynd af Guðna með öxina góðu í Bergen, fyrr í dag. Storfint besøk av president Guðni Th. Jóhannesson i Bergen https://t.co/fI0SJrDKeT pic.twitter.com/0DwuZsm2yg— Hermann Ingólfsson (@hingolfsson) March 23, 2017 Forseti Íslands Noregur Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30 Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
Snjórinn sem tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid, í Bergen í Noregi í dag var bæði blautur og kaldur. Guðni fór um víðan völl í Bergen í dag og mundaði meðal annars fínustu öxi. „Alveg eins og veðrið heima,“ sagði Guðni um snjóinn áður en ferð hans og fylgdarliðs um norska sjávarannsóknarsetrið hófst. Í för með Guðna voru ásamt Haraldi V Noregskonungi, Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra og konsúll Íslands í Noregi, Kim Ingjærde. Guðni heimsótti meðal annars Háskólann í Bergen og í sjávarannsóknarsetrinu fræddust þjóðarleiðtogarnir tveir um makríl og nýjustu tækni við veiðar á honum. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Noregs hefur staðið yfir í þrjá daga en henni lauk í dag. Guðni heimsótti einnig Bryggjuhverfið í Bergen sem á rætur sínar að rekja til ársins 1350 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar skoðaði Guðni og fylgdarlið meðal annars hvar verið er að vinna að endurgerð gamalla bygginga við bryggjuhverfið og fékk Guðni meðal annars að grípa í öxi. „Loksins fæ ég að gera eitthvað,“ sagði Guðni þá með bros á vör en myndir af ferð forsetahjónanna til Bergen má sjá á vef Bergens Avisen en Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, deildi þessari mynd af Guðna með öxina góðu í Bergen, fyrr í dag. Storfint besøk av president Guðni Th. Jóhannesson i Bergen https://t.co/fI0SJrDKeT pic.twitter.com/0DwuZsm2yg— Hermann Ingólfsson (@hingolfsson) March 23, 2017
Forseti Íslands Noregur Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30 Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58
Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30
Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18