Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Fimm af þessum sex ráðherrum sem þarna sitja myndu þurfa að finna sér ný störf ef niðurstöður kosninga yrðu í takti við nýju könnunina. vísir/ernir Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira