Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2017 14:14 Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, setti fundinn. Vísir/Eyþór/Ernir Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“ Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Ísland hefur dregist aftur úr í alþjóðlegum samanburði á réttindum hinsegin fólks. Þetta er meðal þess sem rætt verður á þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn er í dag. Jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði. Samtökin 78 boða nú að öðru sinni til þjóðfundar hinsegin fólks. Fundurinn hófst klukkan eitt í tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður stefna samtakanna til næstu fimm ára mótuð. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra opnaði fundinn. „Auðvitað heilt yfir höfum við staðið okkur mjög vel í þessum málaflokki. Umhverfið er gerbreytt frá því sem áður var fyrir tilstilli mikilvægrar baráttu hinsegin fólks sem hefur skilað árangri og verið til fyrirmyndar hvernig að henni hefur verið staðið í gegnum árin. Auðvitað er mikilvægt að halda áfram á þeirri vegferð. En það virðist vera að þegar kemur að transfólki og kynskiptum og öðru slíku þáttum þá stöndumst við ekki nægilega vel samanburð við nágrannaþjóðir okkar og það hljótum við að þurfa að skoða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé verk að vinna í baráttunni fyrir réttindum og heilsu hinsegin fólks á Íslandi. „Alveg klárlega og auðvitað er það með þennan hóps eins og aðra að við eigum aldrei að láta staðar numið í baráttu fyrir jöfnum réttindum fólks, óháð kynhneigð, kynvitund, kynferði, trúarbrögðum, þjoðerni og svo framvegis. Þetta auðvitað á að vera ævarandi barátta og verkefni fyrir okkur á meðan jöfnum réttindum er ekki náð.“Vantar ekki heildstæða jafnréttislöggjöf? Við eigum einungis löggjöf sem tekur á mismunun á grundvelli kynferðis, þarf ekki að útvíkka jafnrétti út fyrir kynferði? „Jú. Og raunar er innan ráðuneytisins unnið að aðgerðaráætlun þegar kemur að réttindabaráttu hinsegin fólks. Það er alveg ljóst að við þurfum að horfa með miklu heildstæðari hætti á jafnréttismálin heldur en eingöngu út frá kynferði.“
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira