Árangurslaust fjárnám hjá útgáfufélagi Fréttatímans Nadine Guðrún Yaghi og Þorbjörn Þórðarson skrifa 11. febrúar 2017 19:00 Árangurslaust fjárnám var gert hjá Morgundegi ehf. útgáfufélagi Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn. Daginn áður hófu forsvarsmenn blaðsins að safna fjárframlögum frá almenningi til að halda útgáfu blaðsins áfram. Morgundagur ehf. er félag sem sér um útgáfu Fréttatímans. Í stjórn félagsins sitja Gunnar Smári Egilsson útgefandi blaðsins og athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason sem hefur lagt fé til rekstrar þess. Gert var árangurslaust fjárnám hjá Morgundegi ehf. útgefanda Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en hjá sýslumanni var það flokkað undir alvarleikastiginu ógjaldfærni. Samkvæmt færslu um hið áranguslausa fjárnám sem fréttastofa hefur undir höndum var það lagt fram hinn 30. janúar en sama dag kom Gunnar Smári Egilsson útgefandi Fréttatímans og stjórnarmaður í Morgundegi ehf. í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon á Xinu 977 sem haldið er úti af 365, útgefanda Stöðvar 2. Í viðtalinu greindi hann frá því að hann hefði nú hafið fjársöfnun og óskaði eftir fjárframlögum frá almenningi undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar á heimasíðunni frjalsfjolmidlun.is. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta kröfuhafar Morgundags ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Gunnar Smári vildi ekki koma í viðtal þegar óskað var eftir því. Hann gaf skýringar á hinu árangurslausa fjárnámi sem hann dró síðar til baka og sakaði fréttamenn Stöðvar 2 um að láta annarleg sjónarmið stýra fréttaflutningi. Á fimmtudagskvöld höfðu tæplega 500 manns skráð sig í félagið Frjálsa fjölmiðlum og lagt til þess misháar upphæðir samkvæmt frétt á heimasíðu Fréttatímans. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Árangurslaust fjárnám var gert hjá Morgundegi ehf. útgáfufélagi Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn. Daginn áður hófu forsvarsmenn blaðsins að safna fjárframlögum frá almenningi til að halda útgáfu blaðsins áfram. Morgundagur ehf. er félag sem sér um útgáfu Fréttatímans. Í stjórn félagsins sitja Gunnar Smári Egilsson útgefandi blaðsins og athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason sem hefur lagt fé til rekstrar þess. Gert var árangurslaust fjárnám hjá Morgundegi ehf. útgefanda Fréttatímans hinn 31. janúar síðastliðinn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en hjá sýslumanni var það flokkað undir alvarleikastiginu ógjaldfærni. Samkvæmt færslu um hið áranguslausa fjárnám sem fréttastofa hefur undir höndum var það lagt fram hinn 30. janúar en sama dag kom Gunnar Smári Egilsson útgefandi Fréttatímans og stjórnarmaður í Morgundegi ehf. í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon á Xinu 977 sem haldið er úti af 365, útgefanda Stöðvar 2. Í viðtalinu greindi hann frá því að hann hefði nú hafið fjársöfnun og óskaði eftir fjárframlögum frá almenningi undir merkjum Frjálsrar fjölmiðlunar á heimasíðunni frjalsfjolmidlun.is. Árangurslaust fjárnám hefur þau réttaráhrif samkvæmt lögum að í þrjá mánuði á eftir geta kröfuhafar Morgundags ehf. farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Gunnar Smári vildi ekki koma í viðtal þegar óskað var eftir því. Hann gaf skýringar á hinu árangurslausa fjárnámi sem hann dró síðar til baka og sakaði fréttamenn Stöðvar 2 um að láta annarleg sjónarmið stýra fréttaflutningi. Á fimmtudagskvöld höfðu tæplega 500 manns skráð sig í félagið Frjálsa fjölmiðlum og lagt til þess misháar upphæðir samkvæmt frétt á heimasíðu Fréttatímans.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira