Forysta KSÍ fær nýtt andlit | Guðni og Björn svara spurningum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2017 06:00 Guðni Bergsson og Björn Einarsson. Vísir/Anton Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00
Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00