Erfir ekki sambýlismann sinn til þrettán ára: "Erum bara klassískt íslenskt par“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:55 Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp." Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp."
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira