Innlent

Vilhjálmur skipaður formaður Þingvallanefndar

Vilhjálmur Árnason var í lögreglunni áður en hann tók sæti á Alþingi.
Vilhjálmur Árnason var í lögreglunni áður en hann tók sæti á Alþingi. Vísir/Anton Brink
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað Vilhjálm Árnason formann Þingvallanefndar og Theodóru S. Þorsteinsdóttur varaformann nefndarinnar.

Málefni Þingvallaþjóðgarðs heyra nú undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti samkvæmt forsetaúrskurði.

Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi aðalmanna sem kosnir hafa verið af Alþingi til setu í Þingvallanefnd samkvæmt lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Aðalmenn Þingvallanefndar eru þingmennirnir Vilhjálmur Árnason (Sjálfstæðisflokki), Andrés Ingi Jónsson (Vinstri grænum), Páll Magnússon (Sjálfstæðisflokki), Einar Brynjólfsson (Pírötum), Hanna Katrín Friðriksson (Viðreisn), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Framsóknarflokki) og Theodóra Þorsteinsdóttir (Bjartri framtíð).


Tengdar fréttir

Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum

Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×