Spyr hvers vegna Bjarni segir ekki af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. maí 2017 14:23 Þorsteinn Víglundsson sagði að um pólitískan leik væri að ræða. vísir/anton brink „Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst þeirri eindregnu skoðun sinni að sá ráðherra sem bryti jafnréttislög ætti umsvifalaust að segja af sér. En hann gerir ekki þá sömu kröfu til sjálfs síns og situr sem fastast,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Oddný vísaði til úrskurðar kærunefndar jafnréttislaga þess efnis að Bjarni hefði í störfum sínum sem fjármálaráðherra brotið jafnréttislög þegar hann réð karl en ekki konu sem skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins, þrátt fyrir að umsækjendurnir tveir, karl og kona, hefðu verið metin jafnhæf.Pólitískur leikur Oddný vildi vita hvort brot sem þessi hafi í för með sér einhverjar afleiðingar, og spurði Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hvort hann líti þetta alvarlegum augum. Þorsteinn sagðist treysta því að fjármálaráðuneytið bregðist sjálft við úrskurðinum og hvernig taka skuli á honum. „Ég hef fullt traust á því að núverandi fjármálaráðherra ásamt stjórnsýslu ráðuneytisins muni gera það á réttan og skilvirkan hátt,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að um pólitískan leik væri að ræða, enda hefðu þingmenn stjórnarandstöðunnar varið það þegar Jóhanna Sigurðardóttir braut jafnréttislög í störfum sínum sem forsætisráðherra árið 2011. „Tækið er ekki til að koma pólitísku höggi á andstæðinga heldur tryggja jafnrétti innan stjórnsýslunnar og á vinnumarkaði almennt. Nú eru þingmenn stjórnarandstöðu sem áður vörðu brot á jafnréttislögum að gagnrýna og krefjast afsagnar. Staðan var öfug þegar aðrir voru í forystu. Það er einfaldlega pólitískur leikur sem ég nenni ekki að taka þátt í.“ Tengdar fréttir Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15 Bjarni braut jafnréttislög Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála 4. maí 2017 20:13 Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir. 5. maí 2017 11:18 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Fleiri fréttir Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Sjá meira
„Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði áður lýst þeirri eindregnu skoðun sinni að sá ráðherra sem bryti jafnréttislög ætti umsvifalaust að segja af sér. En hann gerir ekki þá sömu kröfu til sjálfs síns og situr sem fastast,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Oddný vísaði til úrskurðar kærunefndar jafnréttislaga þess efnis að Bjarni hefði í störfum sínum sem fjármálaráðherra brotið jafnréttislög þegar hann réð karl en ekki konu sem skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins, þrátt fyrir að umsækjendurnir tveir, karl og kona, hefðu verið metin jafnhæf.Pólitískur leikur Oddný vildi vita hvort brot sem þessi hafi í för með sér einhverjar afleiðingar, og spurði Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hvort hann líti þetta alvarlegum augum. Þorsteinn sagðist treysta því að fjármálaráðuneytið bregðist sjálft við úrskurðinum og hvernig taka skuli á honum. „Ég hef fullt traust á því að núverandi fjármálaráðherra ásamt stjórnsýslu ráðuneytisins muni gera það á réttan og skilvirkan hátt,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að um pólitískan leik væri að ræða, enda hefðu þingmenn stjórnarandstöðunnar varið það þegar Jóhanna Sigurðardóttir braut jafnréttislög í störfum sínum sem forsætisráðherra árið 2011. „Tækið er ekki til að koma pólitísku höggi á andstæðinga heldur tryggja jafnrétti innan stjórnsýslunnar og á vinnumarkaði almennt. Nú eru þingmenn stjórnarandstöðu sem áður vörðu brot á jafnréttislögum að gagnrýna og krefjast afsagnar. Staðan var öfug þegar aðrir voru í forystu. Það er einfaldlega pólitískur leikur sem ég nenni ekki að taka þátt í.“
Tengdar fréttir Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15 Bjarni braut jafnréttislög Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála 4. maí 2017 20:13 Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir. 5. maí 2017 11:18 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Fleiri fréttir Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Sjá meira
Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15
Bjarni braut jafnréttislög Bjarni Benediktsson braut jafnréttislög í störfum sínum sem fjármálaráðherra þegar hann skipaði karl í starf skrifstofustjóra ráðuneytisins, samkvæmt úrskurði kærunefndar jafnréttismála 4. maí 2017 20:13
Kallaði eftir afsögn Jóhönnu fyrir brot á jafnréttislögum „Jæja, Bjarni, hvað ætlar þú nú að gera þegar Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að þú hafir brotið jafnréttislög?“ spyr Jóhanna Sigurðardóttir. 5. maí 2017 11:18