Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. september 2017 19:24 Sigríður Anderson dómsmálaráðherra svaraði spurningum á opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis á þriðjudag. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún segist bjartsýn á að samstaða náist á þingi um málið þrátt fyrir að illa hafi gengið að ákveða hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar. „Þetta er í þeim anda sem ég hef kynnt varðandi mína sýn á þetta, hvernig hægt er að koma þessu fyrir með öðrum hætti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður kynnti hugmyndir um breytingar á lögunum fyrst á opnum fundi sínum með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í lok ágúst. Nokkrar starfstéttir krefjast þess að menn séu með óflekkað mannorð til að hljóta starfsréttindi. Sem dæmi má nefna lögmenn og þingmenn. Því er ljóst að breyta þarf fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum, fari það svo að heimildin til að veita uppreist æru verði alfarið afnumin eins og Sigríður hyggst leggja til. „Ég ætla að tala um að það sé í rauninni heppilegast að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru en breyta um leið ákvæðum fjölmargra annarra laga er lúta að borgararéttindum. Þannig það sé gert skýrt í lögum með hvaða hætti menn öðlast aftur borgararéttindi. Það getur verið með mismunandi hætti á hverjum tíma. Þessi vinna hefur staðið yfir í ráðuneytinu og henni er ekki lokið. En ég mun á morgun leggja fram frumvarp sem er að mínu mati mikilvægt skref í þessa átt.“Bjartsýn á samstöðu í málinu Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur í vikunni fundað með formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það markmið að ákveða hvaða mál skuli tekin fyrir á Alþingi áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Aðspurð segist Sigríður bjartsýn á að menn komi sér saman um að afgreiða mál er varða uppreist æru. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé mikil og góð samsatða um það að það þurfi að breyta lögum og ákvæðum er varða uppreist æru. Þótt að ég hafi ekki, þrátt fyrir að hafa kallað nokkuð eftir því við þingmenn, að menn komi með sýnar hugmyndir þá hef ég ekki heyrt neinar tillögur en ég hef heldur ekki heyrt annað en ánægju með þá sýn sem ég hef kynnt,“ segir Sigríður. „Þannig að ég á ekki von á öðru en það gæti náðst samstarfa um þetta skref nú fyrir kosningar. Ef menn á annað borð ætla að kalla saman þingfund. Sem er ekki sjálfgefið en ef menn ætla að gera það þá held ég að þetta sé það mál sem helst væri hægt að ná samstöðu um og ég tel að það væri ánægjulegt ef að þingið næði samstöðu um það.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún segist bjartsýn á að samstaða náist á þingi um málið þrátt fyrir að illa hafi gengið að ákveða hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar. „Þetta er í þeim anda sem ég hef kynnt varðandi mína sýn á þetta, hvernig hægt er að koma þessu fyrir með öðrum hætti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður kynnti hugmyndir um breytingar á lögunum fyrst á opnum fundi sínum með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í lok ágúst. Nokkrar starfstéttir krefjast þess að menn séu með óflekkað mannorð til að hljóta starfsréttindi. Sem dæmi má nefna lögmenn og þingmenn. Því er ljóst að breyta þarf fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum, fari það svo að heimildin til að veita uppreist æru verði alfarið afnumin eins og Sigríður hyggst leggja til. „Ég ætla að tala um að það sé í rauninni heppilegast að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru en breyta um leið ákvæðum fjölmargra annarra laga er lúta að borgararéttindum. Þannig það sé gert skýrt í lögum með hvaða hætti menn öðlast aftur borgararéttindi. Það getur verið með mismunandi hætti á hverjum tíma. Þessi vinna hefur staðið yfir í ráðuneytinu og henni er ekki lokið. En ég mun á morgun leggja fram frumvarp sem er að mínu mati mikilvægt skref í þessa átt.“Bjartsýn á samstöðu í málinu Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur í vikunni fundað með formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það markmið að ákveða hvaða mál skuli tekin fyrir á Alþingi áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Aðspurð segist Sigríður bjartsýn á að menn komi sér saman um að afgreiða mál er varða uppreist æru. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé mikil og góð samsatða um það að það þurfi að breyta lögum og ákvæðum er varða uppreist æru. Þótt að ég hafi ekki, þrátt fyrir að hafa kallað nokkuð eftir því við þingmenn, að menn komi með sýnar hugmyndir þá hef ég ekki heyrt neinar tillögur en ég hef heldur ekki heyrt annað en ánægju með þá sýn sem ég hef kynnt,“ segir Sigríður. „Þannig að ég á ekki von á öðru en það gæti náðst samstarfa um þetta skref nú fyrir kosningar. Ef menn á annað borð ætla að kalla saman þingfund. Sem er ekki sjálfgefið en ef menn ætla að gera það þá held ég að þetta sé það mál sem helst væri hægt að ná samstöðu um og ég tel að það væri ánægjulegt ef að þingið næði samstöðu um það.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45
Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22