Lengri og fleiri leikskóladagar á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 18:58 Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“ Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira