Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 13:02 Börn í Víðistaðaskóla fengu afhent skólagögn fyrr í dag. vísir/sigurjón Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira