Grindavík samdi við Kana sem lék í mynd með Martin Lawrence Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2017 08:45 Vonandi er Rashad ekki Whack og tekur nokkur Rebound. vísir/getty Lið Grindavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta er loksins búið að landa bandarískum leikmanni til að spila með liðinu í vetur en frá þessu er greint á karfan.is. Grindvíkingar eru búnir að semja við hinn 26 ára gamla Rashad Whack sem er 191 cm hár bakvörður en hann útskrifaðist frá Mount St. Marys-háskólanum fyrir þremur árum og hefur síðan þá spilað í Kanada og Sviss. Whack bætist við annars gríðarlega öflugt lið Grindvíkinga sem fór með meistara KR alla leið í oddaleik í lokaúrslitum deildarinnar á síðustu leiktíð. Auk Whack hafa Grindjánar fengið miðherjann Sigurð Gunnar Þorsteinsson til liðs við sig og haldið meira og minna öllu liðinu saman. Rashad Whack hefur gert meira en bara spila körfubolta á ferlinum því þegar hann var ungur drengur lék hann í körfuboltamyndinni Rebound en þar var í aðalhlutverki grínistinn Martin Lawrence. Lawrence er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndunum Bad Boys með Will Smith. Faðir Whacks þekkti Lawrence þegar hann var húsvörður löngu áður en hann varð einn virtasti og besti grínisti Bandaríkjanna en Rashad komst í gegnum strangar áheyrnaprufur áður en hann fékk hlutverkið. Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, segir við karfan.is að tveir Bandaríkjamenn hafi nú þegar verið búnir að semja við Grindavík áður en þeir hættu við og vonar að allt sé þá er þrennt er. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Lið Grindavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta er loksins búið að landa bandarískum leikmanni til að spila með liðinu í vetur en frá þessu er greint á karfan.is. Grindvíkingar eru búnir að semja við hinn 26 ára gamla Rashad Whack sem er 191 cm hár bakvörður en hann útskrifaðist frá Mount St. Marys-háskólanum fyrir þremur árum og hefur síðan þá spilað í Kanada og Sviss. Whack bætist við annars gríðarlega öflugt lið Grindvíkinga sem fór með meistara KR alla leið í oddaleik í lokaúrslitum deildarinnar á síðustu leiktíð. Auk Whack hafa Grindjánar fengið miðherjann Sigurð Gunnar Þorsteinsson til liðs við sig og haldið meira og minna öllu liðinu saman. Rashad Whack hefur gert meira en bara spila körfubolta á ferlinum því þegar hann var ungur drengur lék hann í körfuboltamyndinni Rebound en þar var í aðalhlutverki grínistinn Martin Lawrence. Lawrence er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndunum Bad Boys með Will Smith. Faðir Whacks þekkti Lawrence þegar hann var húsvörður löngu áður en hann varð einn virtasti og besti grínisti Bandaríkjanna en Rashad komst í gegnum strangar áheyrnaprufur áður en hann fékk hlutverkið. Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, segir við karfan.is að tveir Bandaríkjamenn hafi nú þegar verið búnir að semja við Grindavík áður en þeir hættu við og vonar að allt sé þá er þrennt er.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira