Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2017 06:00 Að venju læstu borgarstarfsmenn Skólavörðustíg klukkan eitt í gær fyrir Hildi Bolladóttur og öðrum sem vilja fara þar um á bíl. vísir/anton brink „Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira