Innlent

Sóttvarnalæknir fór í sitt fyrsta HIV-próf

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Á Alþjóðlega alnæmisdeginum var meðal annars fjallað um fjölgun HIV jákvæðra á Íslandi síðustu tvö ár. En í fyrra greindust 29 með HIV og 24 það sem af er þessu ári.



Framkvæmdastjóri HIV Íslands segir að þrátt fyrir fjölgun HIV jákvæðra á Íslandi, sé HIV ekki að smitast í auknum mæli milli Íslendinga.

„Að stórum hluta er þetta komið til því fólk er að flytja í auknum mæli til landsins. Einnig eru dæm um eldri smit hjá fólki sem flytur til landsins og það fer inn í tölfræðina," segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland.

Einar Þór segir miklar framfarir í meðhöndlun sjúkdómsins með lyfjagjöf og fagnar hann nýjum HIV-prófum sem eru ódýr, aðgengileg og gefa niðurstöðu eftir korter. Hann sér fyrir sér greiningarstöð í framtíðinni þar sem fólk getur komið inn af götunni í ókeypis próf.

„Þetta aukna aðgengi mun líka breyta viðhorfum og ótta til þessara sjúkdóma og það mun breyta fræðslunni og umræðunni. Því við þurfum að horfa og hugsa og tala öðruvísi um þessa hluti en við höfum gert hingað til."

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir notaði tækifærið og fór í hraðgreiningarpróf enda hefur hann, líkt og margir Íslendingar, aldrei farið í HIV próf. Eins og sjá má í myndskeiðinu kom aðeins eitt strik á prófið, sem þýðir að hann er ekki með HIV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×