Innlent

Ætla að finna 100 ára uppskrift að fullveldisköku

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fyrir ári síðan skipaði Alþingi nefnd til að undirbúa hátíðahöld í tilefni hundrað ára afmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018 og kynnti afmælisnefndin í dag þau verkefni sem getið er um í þingsályktuninni.

Þar má nefna metnaðarfullar útgáfur á fræðiritum, heildarútgáfu Íslendingasagna og sýningu í samvinnu við Árnastofnun á helstu handritum safnsins.

Ýmsir taka þátt í hátíðarhöldunum, til að mynda ætlar Landssamband bakarameistara að finna hundrað ára uppskrift og gera fullveldisköku.

„Við finnum hundrað ára uppskrift og færum hana til nútímans og svo fáum við fullveldisbörnin til að smakka hana til," segir Jói Fel, formaður Landssambands bakarameistara.

Hrafnist tekur þátt í verkefninu og ætlar að bjóða fullveldisbörnunum, sem eru fjörutíu talsins, ásamt vinum og fjölskyldu og íbúum Hrafnistu, til veislu til að smakka kökuna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×