Þau voru ráðin í stjórnunarstöður hjá RÚV Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2017 15:34 Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla og Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla. RÚV Búið er að ráða í þrjár stjórnunarstöður sem RÚV auglýsti laust til umsóknar fyrir rúmum mánuði. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst og vandað ráðningarferli hjá Capacent liggur niðurstaða nú fyrir. Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vaktstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚVBirgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Búið er að ráða í þrjár stjórnunarstöður sem RÚV auglýsti laust til umsóknar fyrir rúmum mánuði. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst og vandað ráðningarferli hjá Capacent liggur niðurstaða nú fyrir. Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vaktstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚVBirgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira