Tiger Woods snéri til baka með góðum hring: „Nú elska ég lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2017 10:30 Tiger Woods þakkar Justin Thomas fyrir hringinn. Vísir/Getty Tiger Woods lék í nótt sinn fyrsta golfhring í keppni í meira en 300 daga og það var ekki mikið hægt að kvarta yfir spilamennskunni hjá karlinum. Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er aðeins þremur höggum á eftir efsta manni sem er Tommy Fleetwood. Tiger hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum og er einn sá sigursælasti í sögunni. Lítið hefur gengið hjá honum síðustu ár þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Tiger er í áttunda sæti eftir 18 holur en hann talaði um það fyrir mótið að lokastaðan myndi ekki skipta hann miklu máli. Hann er að koma til bakla eftir fjórðu bakaðgerðina í apríl og skandalinn í maí þegar hann var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Woods þurfti að bíða í sex mánuði eftir aðgerðina þangað til að hann mátti fara að slá af fullum krafti. Hann byrjaði ekki á því að slá alvöru högg fyrr en um miðja október eða fyrir aðeins sex vikum síðan. „Nú þegar mér líður eins og mér á að líða þá er erfitt að ímynda sér hvernig mitt líf var um tíma. Ég elska lífið núna,“ sagði Tiger Woods á blaðmannafundi fyrir mótið. „Það var var gott að klára fyrsta hringinn og ég er bara þremur höggum frá efsta sætinu. Ég er mjög ánægður með að hafa náð rytmanum snemma á hringnum,“ sagði Tiger sem var með fimm fugla og tvo skolla á hringnum.Regnbogi yfir Tiger Woods á hringnum í nótt.Vísir/Getty Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods lék í nótt sinn fyrsta golfhring í keppni í meira en 300 daga og það var ekki mikið hægt að kvarta yfir spilamennskunni hjá karlinum. Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á Bahamaeyjum á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er aðeins þremur höggum á eftir efsta manni sem er Tommy Fleetwood. Tiger hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum og er einn sá sigursælasti í sögunni. Lítið hefur gengið hjá honum síðustu ár þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í baki. Tiger er í áttunda sæti eftir 18 holur en hann talaði um það fyrir mótið að lokastaðan myndi ekki skipta hann miklu máli. Hann er að koma til bakla eftir fjórðu bakaðgerðina í apríl og skandalinn í maí þegar hann var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum. Woods þurfti að bíða í sex mánuði eftir aðgerðina þangað til að hann mátti fara að slá af fullum krafti. Hann byrjaði ekki á því að slá alvöru högg fyrr en um miðja október eða fyrir aðeins sex vikum síðan. „Nú þegar mér líður eins og mér á að líða þá er erfitt að ímynda sér hvernig mitt líf var um tíma. Ég elska lífið núna,“ sagði Tiger Woods á blaðmannafundi fyrir mótið. „Það var var gott að klára fyrsta hringinn og ég er bara þremur höggum frá efsta sætinu. Ég er mjög ánægður með að hafa náð rytmanum snemma á hringnum,“ sagði Tiger sem var með fimm fugla og tvo skolla á hringnum.Regnbogi yfir Tiger Woods á hringnum í nótt.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira