Dauðsföll 26 manna rakin til lyfjanotkunar Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2017 05:00 Í fyrra voru dauðsföll 26 einstaklinga skráð lyfjatengd. Stærsti vandinn er Parkódín forte, en lyfið OxyContin hefur líka valdið áhyggjum. vísir/pjetur Frá árinu 1996 hafa um það bil 450 einstaklingar látist hér á landi vegna lyfjanotkunar samkvæmt gagnagrunni Landlæknisembættisins og Hagstofu Íslands um dánarmein Íslendinga. Um 28 einstaklingar hafa látist að meðaltali á hverju ári síðasta áratuginn vegna lyfjanotkunar hvers konar. Læknar hafa á árinu misst lækningaleyfi vegna útskrifta á óeðlilega miklu magni til einstakra aðila. Dauðsföll 26 einstaklinga eru skráð lyfjatengd í fyrra. Einnig kemur lyfjanotkun við sögu í umferðarslysum og í sjálfsvígum þar sem menn eru undir áhrifum sterkra lyfja. Landlæknisembættið hefur undanfarinn áratug unnið markvisst að því að ná utan um dreifingu sterkra lyfja í íslensku heilbrigðiskerfi.Ólafur B. Einarssson lyfjafræðingur „Við erum alltaf að vinna í þessum málum. Þetta horfir til betri vegar því læknar nýta sér æ meira lyfjagagnagrunninn þó þeir mættu vissulega vera fleiri sem gerðu það. Þetta er risastórt verkefni og við höfum ekki mannskap til að sinna þessu þannig að við séum með augu ofan í starfi allra lækna,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Landlækni. Ólafur segir Landlæknisembættið vera að skoða alvarlegustu tilvikin sem koma upp. Sterka lyfið Oxycodone sé eitt varhugaverðasta lyfið á markaði í dag og mikil aukning hafi orðið í notkun þess. „Það er erfitt að segja til um það hvort vinna okkar sé að skila árangri en tvennt gæti gefið tilefni til þess. Dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hefur farið fækkandi og einstaklingar hafa verið stöðvaðir á leið til landsins með lyf sem þessi í farteskinu. Það gefur okkur vísbendingar um að erfiðara sé að nálgast þessi efni í íslensku heilbrigðiskerfi en áður,“ bætir Ólafur við. Það eru læknar starfandi sem hafa ekki leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig staðfestir Ólafur að læknar hafi misst leyfi vegna þessa. Einnig hafa læknar misst leyfi vegna eigin óreglu eða veikinda. „Mest er sótt í verkjalyf. Langstærsti vandinn, eins og komið hefur fram, er Parkódín forte. Einnig höfum við miklar áhyggjur af ávísunum á OxyContin sem hefur verið til mikilla vandræða í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur. Í fyrra kom það lyf fyrir tengt fjölda dauðsfalla hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Frá árinu 1996 hafa um það bil 450 einstaklingar látist hér á landi vegna lyfjanotkunar samkvæmt gagnagrunni Landlæknisembættisins og Hagstofu Íslands um dánarmein Íslendinga. Um 28 einstaklingar hafa látist að meðaltali á hverju ári síðasta áratuginn vegna lyfjanotkunar hvers konar. Læknar hafa á árinu misst lækningaleyfi vegna útskrifta á óeðlilega miklu magni til einstakra aðila. Dauðsföll 26 einstaklinga eru skráð lyfjatengd í fyrra. Einnig kemur lyfjanotkun við sögu í umferðarslysum og í sjálfsvígum þar sem menn eru undir áhrifum sterkra lyfja. Landlæknisembættið hefur undanfarinn áratug unnið markvisst að því að ná utan um dreifingu sterkra lyfja í íslensku heilbrigðiskerfi.Ólafur B. Einarssson lyfjafræðingur „Við erum alltaf að vinna í þessum málum. Þetta horfir til betri vegar því læknar nýta sér æ meira lyfjagagnagrunninn þó þeir mættu vissulega vera fleiri sem gerðu það. Þetta er risastórt verkefni og við höfum ekki mannskap til að sinna þessu þannig að við séum með augu ofan í starfi allra lækna,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Landlækni. Ólafur segir Landlæknisembættið vera að skoða alvarlegustu tilvikin sem koma upp. Sterka lyfið Oxycodone sé eitt varhugaverðasta lyfið á markaði í dag og mikil aukning hafi orðið í notkun þess. „Það er erfitt að segja til um það hvort vinna okkar sé að skila árangri en tvennt gæti gefið tilefni til þess. Dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hefur farið fækkandi og einstaklingar hafa verið stöðvaðir á leið til landsins með lyf sem þessi í farteskinu. Það gefur okkur vísbendingar um að erfiðara sé að nálgast þessi efni í íslensku heilbrigðiskerfi en áður,“ bætir Ólafur við. Það eru læknar starfandi sem hafa ekki leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig staðfestir Ólafur að læknar hafi misst leyfi vegna þessa. Einnig hafa læknar misst leyfi vegna eigin óreglu eða veikinda. „Mest er sótt í verkjalyf. Langstærsti vandinn, eins og komið hefur fram, er Parkódín forte. Einnig höfum við miklar áhyggjur af ávísunum á OxyContin sem hefur verið til mikilla vandræða í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur. Í fyrra kom það lyf fyrir tengt fjölda dauðsfalla hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira