Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Reykjavíkurborg ætlar að ganga til samninga við AirbnB til að takmarka fjölda leyfilegra gistinótta hverrar íbúðar í borginni. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um að ríflega milljarður króna er í framkvæmdasjóði ferðamannastaða því styrkþegar hafa dregið að ljúka framkvæmdum.

Þá verður fjallað um að tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Þar að auki verður fjallað um að íbúar uppsveita Árnessýslu kveðja nú með mikilli eftirsjá tvo lækna sem láta störfum sökum aldurs eftir rúmlega 30 ára starf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×