Innlent

Haldlögðu tugi gramma af meintu amfetamíni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði töluvert magn af fíkniefnum við húsleit sem garð var í húsnæði í umdæminu í vikunni.
Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði töluvert magn af fíkniefnum við húsleit sem garð var í húsnæði í umdæminu í vikunni. Vísir/Hari
Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði töluvert magn af fíkniefnum við húsleit sem garð var í húsnæði í umdæminu í vikunni.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að um hafi verið að ræða tugi gramma af meintu amfetamíni og kannabisefni. Fíkniefnin var að finna víðsvegar í húsinu.

Húsráðandi var handtekinn vegna málsins en grunur leikur á að fíkniefnasala hafi átt sér stað á staðnum.

Þá var brotist inn í bát í Grindavíkurhöfn í vikunni og lyfjum stolið. Rúða stjórnborðsmegin hafði verið brotin með slaghamri og fleiri tólum og telur lögregla að þeir sem hafi verið að verki hafi komist inn með þeim hætti.

Úr lyfjaskáp bátsins var einvherju magni af verkjalyfum stolið og einnig var rótað til inni í klefa skipverja. Ekki er ljóst hvort einhverju fleiru en verkjalyfjunum var stolið en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×