Gríðarleg eyðilegging í norðurhluta Kaliforníu Þórdís Valsdóttir skrifar 10. október 2017 23:41 Eyðileggingin hefur verið gífurleg í borginni Santa Rosa. Rúmlega 175 þúsund manns búa í borginni sem er staðsett um 80 kílómetra frá San Fransisco Google Maps/CHP Golden Gate Division Í þrjá daga hafa gríðarlegir skógar- og kjarreldar geysað í norðurhluta Kaliforníuríkis og hafa alls 433 ferkílómetrar lands brunnið. Eldarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Eldarnir eru 17 talsins og þeir stærstu eru í Sonoma, Napa og Mendocino sýslum. Eldarnir hafa eyðilagt um tvö þúsund byggingar og hafa yfir hundrað manns leitað á sjúkrahús á svæðunum þar sem eldarnir geysa. Yfirvöld í Kaliforníuríki hafa staðfest að fimmtán manns hafa látið lífið í eldunum, þar af níu í Sonoma-sýslu og um 20.000 hafa flúið heimili sín. Þá er um 180 manns saknað í Sonoma-sýslu. Ken Pimlott, slökkviliðsstjóri í Kaliforníu, sagði í viðtali við fréttastofu CNN að verið væri að rannsaka upptök eldanna. „Það er of snemmt að segja til um það hvort einhverjir eldanna séu af mannavöldum,“ sagði Pimlott og bætti við að líkurnar á því væru fremur litlar. Yfirvöld búast við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum og sterkir vindar á svæðunum gætu gert slökkviliði erfitt fyrir að hafa stjórn á eldunum. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Í kjölfar þess heimsótti Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, neyðarhjálparmiðstöð Kaliforníuríkis og tilkynnti að Trump hefði samþykkt beiðni Brown. Tengdar fréttir Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Skógareldatímabilið hefur leikið vestanverð Bandaríkin grátt síðustu daga og vikur. 10. október 2017 15:08 Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Í þrjá daga hafa gríðarlegir skógar- og kjarreldar geysað í norðurhluta Kaliforníuríkis og hafa alls 433 ferkílómetrar lands brunnið. Eldarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Eldarnir eru 17 talsins og þeir stærstu eru í Sonoma, Napa og Mendocino sýslum. Eldarnir hafa eyðilagt um tvö þúsund byggingar og hafa yfir hundrað manns leitað á sjúkrahús á svæðunum þar sem eldarnir geysa. Yfirvöld í Kaliforníuríki hafa staðfest að fimmtán manns hafa látið lífið í eldunum, þar af níu í Sonoma-sýslu og um 20.000 hafa flúið heimili sín. Þá er um 180 manns saknað í Sonoma-sýslu. Ken Pimlott, slökkviliðsstjóri í Kaliforníu, sagði í viðtali við fréttastofu CNN að verið væri að rannsaka upptök eldanna. „Það er of snemmt að segja til um það hvort einhverjir eldanna séu af mannavöldum,“ sagði Pimlott og bætti við að líkurnar á því væru fremur litlar. Yfirvöld búast við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum og sterkir vindar á svæðunum gætu gert slökkviliði erfitt fyrir að hafa stjórn á eldunum. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Í kjölfar þess heimsótti Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, neyðarhjálparmiðstöð Kaliforníuríkis og tilkynnti að Trump hefði samþykkt beiðni Brown.
Tengdar fréttir Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Skógareldatímabilið hefur leikið vestanverð Bandaríkin grátt síðustu daga og vikur. 10. október 2017 15:08 Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Skógareldatímabilið hefur leikið vestanverð Bandaríkin grátt síðustu daga og vikur. 10. október 2017 15:08
Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37
Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32