Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 10. október 2017 18:18 Utanríkisráðherra fundaði í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Íslendingar sem leggja leið sína til Rússlands á næsta ári munu ekki þurfa hefðbundna vegabréfsáritun. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði fyrr í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Þeir ræddu undirbúning HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðil til Rússlands í gær eftir 2-0 sigur á móti Kósóvó. Búist er við því að fjöldi Íslendinga muni leggja leið sína til Rússlands til að styðja landsliðið í keppninni. Á fundi Guðlaugs Þórs og Vasiliev kom fram að rússnesk stjórnvöld munu bjóða stuðningsmönnum sem ferðast til Rússlands sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“. Því er ekki þörf fyrir stuðningsmenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin. Þeir stuðningsmenn sem hyggjast leggja leið sína til Rússlands næsta sumar þurfa að skrá sig á þartilgerða heimasíðu, www.fan-id.ru. Einnig er smáforrit sem ber heitið „Welcome 2018“ fyrir þá sem ferðast til Rússlands vegna leikjanna. Utanríkisráðuneytið hvetur þá sem hyggjast ferðast til Rússlands að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana gaumgæfilega og leita til sendiráðs Rússlands ef spurningar vakna.Rússar munu taka vel á móti Íslendingum Guðlaugur Þór segir að Rússar muni leggja mikið upp úr því að undirbúa kepnnina vel og að þeir hafi lofað Íslendingum allri aðstoð sem þörf er á. „Við munum einnig senda starfsfólk aukalega til Rússlands til að styðja við bakið á sendiráði okkar, því ljóst er að mikið mun mæða á því í aðdraganda keppninnar og meðan á henni stendur,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þann 1. desember næstkomandi mun koma í ljós hvar Ísland mun leika í keppninni en keppt verður á tólf leikvöngum í ellefu rússneskum borgum. Engin bein áætlunarflug eru á milli Íslands og Rússlands en þó er Icelandair í samstarfi við rússneska flugfélagið Aeroflot. Utanríkisráðuneytið hefur verið í viðræðum við rússnesk stjórnvöld að undanförnu um að endurskoða loftferðasamning ríkjanna til að greiða fyrir mögulegum flugsamgöngum á milli landanna. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði fyrr í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Þeir ræddu undirbúning HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðil til Rússlands í gær eftir 2-0 sigur á móti Kósóvó. Búist er við því að fjöldi Íslendinga muni leggja leið sína til Rússlands til að styðja landsliðið í keppninni. Á fundi Guðlaugs Þórs og Vasiliev kom fram að rússnesk stjórnvöld munu bjóða stuðningsmönnum sem ferðast til Rússlands sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“. Því er ekki þörf fyrir stuðningsmenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin. Þeir stuðningsmenn sem hyggjast leggja leið sína til Rússlands næsta sumar þurfa að skrá sig á þartilgerða heimasíðu, www.fan-id.ru. Einnig er smáforrit sem ber heitið „Welcome 2018“ fyrir þá sem ferðast til Rússlands vegna leikjanna. Utanríkisráðuneytið hvetur þá sem hyggjast ferðast til Rússlands að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana gaumgæfilega og leita til sendiráðs Rússlands ef spurningar vakna.Rússar munu taka vel á móti Íslendingum Guðlaugur Þór segir að Rússar muni leggja mikið upp úr því að undirbúa kepnnina vel og að þeir hafi lofað Íslendingum allri aðstoð sem þörf er á. „Við munum einnig senda starfsfólk aukalega til Rússlands til að styðja við bakið á sendiráði okkar, því ljóst er að mikið mun mæða á því í aðdraganda keppninnar og meðan á henni stendur,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þann 1. desember næstkomandi mun koma í ljós hvar Ísland mun leika í keppninni en keppt verður á tólf leikvöngum í ellefu rússneskum borgum. Engin bein áætlunarflug eru á milli Íslands og Rússlands en þó er Icelandair í samstarfi við rússneska flugfélagið Aeroflot. Utanríkisráðuneytið hefur verið í viðræðum við rússnesk stjórnvöld að undanförnu um að endurskoða loftferðasamning ríkjanna til að greiða fyrir mögulegum flugsamgöngum á milli landanna.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira