Hornfirðingar fá hitaveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2017 21:30 Úlfar Helgason, bóndi á Hoffelli 1. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Sjá meira
Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Sjá meira
Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00