Formaður Samfylkingarinnar: Sjálfstæðisflokkurinn stígi til hliðar fram að kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2017 17:36 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir brýnt að Alþingi sýni kjark fyrir börn í neyð. Vísir/Stefán Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira