Stórhagnaðist á að leik var aflýst í gær 15. september 2017 09:06 Park á Evian-mótinu í morgun. Vísir/Getty Sung Hyun Park leiðir nú Evian Championship-mótið í Frakklandi, síðasta stórmót ársins í kvennagolfinu en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal þátttakenda á mótinu. Keppni var aflýst í gær vegna veðurs en Ólafía Þórunn var þá ekki farin af stað. Hún á rástíma í dag klukkan 11.09 og verður fylgst náið með gangi mála á Vísi í dag. En fjölmargir kylfingar voru byrjaðir að spila í gær við krefjandi aðstæður áður en ákveðið var að hætta leik vegna mikilla vinda og rigningar. Ein þeirra er Park sem lenti í miklum hremmingum og var á sex höggum yfir pari þegar hætt var að spila. Meðal annars lék hún elleftu holu á níu höggum en það er par fjögur hola. Park hóf leik á tíundu holu, rétt eins og Ólafía gerir í dag. Mótshaldarar ákváðu hins vegar í gær að aflýsa fyrsta hringnum alfarið og byrja mótið upp á nýtt í dag. Það þýðir að allir kylfingarnir sem voru byrjaðir að spila í gær byrjuðu á núllpunkti í dag. Það kom sér afar vel fyrir Park sem hefur spilað eins og engill í dag og er í forystu eftir níu holur á sex höggum undir pari. Hún fékk fjóra fugla og einn örn á fyrstu níu - þar af par á elleftu holu sem reyndist henni svor erfið í gær. Bein útsending er hafin frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Ólafía: Völlurinn er ekkert lamb að leika sér við Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Evian Championship á morgun en þetta er síðasta risamót ársins. Mótið fer fram í Evian-les-Bains í Frakklandi. 13. september 2017 19:30 Ólafía með góðum vini og reynslubolta í ráshópi Hefur í dag leik á Evian Championship mótinu sem er síðasta risamót ársins. 14. september 2017 09:30 Leik aflýst hjá Ólafíu | Verður þriggja daga mót Ekkert verður spilað á Evian Championship mótinu í dag vegna úrhellisrigningar í Frakklandi. 14. september 2017 13:42 Leik frestað hjá Ólafíu | Spilar bara nokkrar holur í dag Rigning í Frakklandi og hefur leik verið frestað á Evian Championship. 14. september 2017 10:47 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sung Hyun Park leiðir nú Evian Championship-mótið í Frakklandi, síðasta stórmót ársins í kvennagolfinu en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal þátttakenda á mótinu. Keppni var aflýst í gær vegna veðurs en Ólafía Þórunn var þá ekki farin af stað. Hún á rástíma í dag klukkan 11.09 og verður fylgst náið með gangi mála á Vísi í dag. En fjölmargir kylfingar voru byrjaðir að spila í gær við krefjandi aðstæður áður en ákveðið var að hætta leik vegna mikilla vinda og rigningar. Ein þeirra er Park sem lenti í miklum hremmingum og var á sex höggum yfir pari þegar hætt var að spila. Meðal annars lék hún elleftu holu á níu höggum en það er par fjögur hola. Park hóf leik á tíundu holu, rétt eins og Ólafía gerir í dag. Mótshaldarar ákváðu hins vegar í gær að aflýsa fyrsta hringnum alfarið og byrja mótið upp á nýtt í dag. Það þýðir að allir kylfingarnir sem voru byrjaðir að spila í gær byrjuðu á núllpunkti í dag. Það kom sér afar vel fyrir Park sem hefur spilað eins og engill í dag og er í forystu eftir níu holur á sex höggum undir pari. Hún fékk fjóra fugla og einn örn á fyrstu níu - þar af par á elleftu holu sem reyndist henni svor erfið í gær. Bein útsending er hafin frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Völlurinn er ekkert lamb að leika sér við Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Evian Championship á morgun en þetta er síðasta risamót ársins. Mótið fer fram í Evian-les-Bains í Frakklandi. 13. september 2017 19:30 Ólafía með góðum vini og reynslubolta í ráshópi Hefur í dag leik á Evian Championship mótinu sem er síðasta risamót ársins. 14. september 2017 09:30 Leik aflýst hjá Ólafíu | Verður þriggja daga mót Ekkert verður spilað á Evian Championship mótinu í dag vegna úrhellisrigningar í Frakklandi. 14. september 2017 13:42 Leik frestað hjá Ólafíu | Spilar bara nokkrar holur í dag Rigning í Frakklandi og hefur leik verið frestað á Evian Championship. 14. september 2017 10:47 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía: Völlurinn er ekkert lamb að leika sér við Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Evian Championship á morgun en þetta er síðasta risamót ársins. Mótið fer fram í Evian-les-Bains í Frakklandi. 13. september 2017 19:30
Ólafía með góðum vini og reynslubolta í ráshópi Hefur í dag leik á Evian Championship mótinu sem er síðasta risamót ársins. 14. september 2017 09:30
Leik aflýst hjá Ólafíu | Verður þriggja daga mót Ekkert verður spilað á Evian Championship mótinu í dag vegna úrhellisrigningar í Frakklandi. 14. september 2017 13:42
Leik frestað hjá Ólafíu | Spilar bara nokkrar holur í dag Rigning í Frakklandi og hefur leik verið frestað á Evian Championship. 14. september 2017 10:47