McLaren ætlar sér stóra hluti 2017 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. janúar 2017 20:00 Fernando Alonso í McLaren bíl síðasta árs. Vísir/Getty Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu. McLaren hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Liðið endaði í níunda sæti í keppni bílasmiða árið 2015, sem var fyrsta árið í brösóttri endurkomu Honda sem vélaframleiðanda í Formúlu 1. Árið 2016 var betra fyrir McLaren en þá hafnaði liðið í sjötta sæti í keppni bílasmiða, 13 stigum á undan Toro Rosso í sjöunda sæti og 62 stigum á eftir Williams í fimmta sæti. Neale telur að McLaren geti bætt stöðu sína enn meira á komandi tímabili. Hann segir að ökumenn liðsins eigi eftir að spila stóran þátt í því, Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne munu aka fyrir liðið í ár. Þar að auki horfir Neale til mikilla tæknibreytinga sem munu eiga sér stað. „Maður verður að miða hátt, en eins og staðan er núna yrði ég vonsvikinn með fjórða sæti. Við viljum vinna og við viljum vinna fljótlega,“ sagði Neale í samtali við Autosport. „Við erum keppnislið, við erum með ökumenn sem geta unnið keppnir og við erum með undirvagn og vél sem geta tekið framförum og við ásamt Honda vinnum að því.“ „Við sjáum líka tækifæri í þeirri óvissu sem breiðari dekk og breiðari vængir skapa. Við getum grætt þar gagnvart öðrum liðum.“ Enginn veit fyrir víst hver staða Formúlu 1 liðanna verður innbyrgðis fyrr en kemur að keppninni í Ástralíu þann 26. mars. Þangað til munu liðin taka þátt í æfingum en beita ýmsum brögðum til að fela eigið ágæti eða veikleika eigin bíls. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00 Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu. McLaren hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Liðið endaði í níunda sæti í keppni bílasmiða árið 2015, sem var fyrsta árið í brösóttri endurkomu Honda sem vélaframleiðanda í Formúlu 1. Árið 2016 var betra fyrir McLaren en þá hafnaði liðið í sjötta sæti í keppni bílasmiða, 13 stigum á undan Toro Rosso í sjöunda sæti og 62 stigum á eftir Williams í fimmta sæti. Neale telur að McLaren geti bætt stöðu sína enn meira á komandi tímabili. Hann segir að ökumenn liðsins eigi eftir að spila stóran þátt í því, Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne munu aka fyrir liðið í ár. Þar að auki horfir Neale til mikilla tæknibreytinga sem munu eiga sér stað. „Maður verður að miða hátt, en eins og staðan er núna yrði ég vonsvikinn með fjórða sæti. Við viljum vinna og við viljum vinna fljótlega,“ sagði Neale í samtali við Autosport. „Við erum keppnislið, við erum með ökumenn sem geta unnið keppnir og við erum með undirvagn og vél sem geta tekið framförum og við ásamt Honda vinnum að því.“ „Við sjáum líka tækifæri í þeirri óvissu sem breiðari dekk og breiðari vængir skapa. Við getum grætt þar gagnvart öðrum liðum.“ Enginn veit fyrir víst hver staða Formúlu 1 liðanna verður innbyrgðis fyrr en kemur að keppninni í Ástralíu þann 26. mars. Þangað til munu liðin taka þátt í æfingum en beita ýmsum brögðum til að fela eigið ágæti eða veikleika eigin bíls.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00 Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00
Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30
Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti