Til hamingju með daginn Þórlindur Kjartansson skrifar 13. janúar 2017 00:00 Eftir að ég heyrði fyrst um þá hjátrú að það væri sérstakur óheilladagur þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag þá fylltist ég alltaf óttablandinni eftirvæntingu þegar dagatalið raðaðist með þessum hætti. Mér fannst rétt að fara að öllu með sérstakri gát og fylgdist mjög vel með öllum þeim hrakföllum, óhöppum, slysum og hörmungum sem hægt væri að rekja beint til þess að ólgandi ólukkuský hvíldi yfir heimsbyggðinni á þessum degi. Og í dag er einmitt runninn upp slíkur dagur. Það má því gera ráð fyrir að margt fari úrskeiðis í dag. Smábörn munu henda bíllyklum bak við ofna, gamalmenni fljúga á hausinn í hálku, unglingar fá einmitt þær spurningar á skyndiprófum sem þeir slepptu því að lesa fyrir, stjórnmálamenn komast að því að þeir hafa fyrir einskæra óheppni eignast bankareikninga á aflandseyjum, strætó seinkar, skóreimar slitna, beikonið brennur á pönnunni og kaffið er kalt á könnunni.Paraskevidekatriaphobia Sjálfur er ég fyrir löngu hættur að fyllast spennu fyrir föstudeginum þrettánda. Ég er of jarðbundinn til þess að trúa því að einhverjir dulmagnaðir kraftar verki öðruvísi á daga okkar eftir því hvernig mannfólkið hefur raðað þeim á dagatölin. En þó er vitað að verulegur fjöldi er haldinn ótta við föstudaginn þrettánda—það er meira að segja til sjúkdómsheiti yfir slíkan ótta (paraskevidekatriaphobia) og í Ameríku hefur verið giskað á að á bilinu 17–21 milljón manna glími við þennan ótta. Sumir eru jafnvel svo illa haldnir að þeir hætta sér ekki út úr húsi. Þeir eru bara heima hjá sér—kannski dúðaðir undir sæng, nagandi neglur og gnístandi tönnum—og bíða eftir að dagurinn líði svo heimurinn falli aftur í eðlilegar skorður og óhætt sé að taka aftur þátt í tilverunni. Og það er alveg rétt hjá þeim. Margt mun fara úrskeiðis í dag og það er ekki óhugsandi að hryllilegar hörmungar dynji einhvers staðar yfir.Undirmeðvitundin verður ofan á Yfirveguð rökhugsun vísar vitaskuld á bug öllum kenningum um að dagatalið hafi haft eitthvað um óhöpp dagsins að segja. Rökvísin veit að hlutir fara úrskeiðis í dag einfaldlega vegna þess að alla daga fara hlutir úrskeiðis og dögunum stendur fullkomlega á sama um hvernig við númerum þá og nefnum. Og þar með ætti málið að vera útrætt. Hjátrúin um dagatalið er afgreidd. En þannig er það nú samt ekki. Heilinn í okkur er nefnilega flókið fyrirbæri og lýtur ekki síður eigin vilja heldur en eigenda sinna. Þegar órökrétt hjátrú eða ranghugmynd hefur tekið sér bólfestu í undirmeðvitundinni þá getur slagurinn við hana orðið eins og að reyna að halda með pottloki aftur af gufu sem leitar út. Öll heimsins rök duga skammt gegn þeirri fullvissu sem er greypt í dýpstu hugskot. Rétt eins og ástföngnum manni sýnist að úr fjarska sé önnur hver kona einmitt sú sem hjartað þráir—þá sér hinn hjátrúarfulli ekkert annað en staðfestingar á hinni órökréttu tilfinningu sinni.Ruglið staðfest Í sálfræðirannsóknum er þetta vel þekkt. Heilinn í okkur sækist stöðugt eftir því að staðfesta það sem við teljum okkur vita, en er minna hrifinn af því að grafa undan þeim stoðum sem við byggjum heimsmynd okkar á. Þessi þrá til þess að staðfesta heimsmynd okkar litar allar okkar hugsanir og gjörðir og getur leitt okkur á ýmsar villigötur. Ef það blundar til dæmis í okkur ótti við útlendinga þá „hjálpar“ heilinn okkur að taka eftir öllu því sem fer úrskeiðis og tengist útlendingum og innflytjendum. Ef við erum sannfærð um að þeir sem eru ósammála okkur í stjórnmálum séu spilltir, illa innrættir og óheiðarlegir þá mun undirvitund okkar safna öllum mögulegum sönnunargögnum til þess að treysta þá trú, en vísa frá sér öllum vísbendingum um að þetta sé ekki raunin.Ímyndað vandamál verður raunverulegt Allir þekkja hvernig hugurinn getur skyndilega tekið krappar og órökréttar beygjur. Fólk sem er ástfangið upp fyrir haus einn daginn sér ekkert nema gott í ástinni sinni; meira að segja það sem annars þættu algjörlega óþolandi persónuleikabrestir virkar krúttlegt á meðan „allt leikur í lyndi“ en ef ástin kulnar þá fara nákvæmlega sömu eiginleikar að virka þreytandi, pirrandi og jafnvel óþolandi. Og stundum þarf ekki annað en smávægilegt fall í blóðsykri til þess að allir sem maður umgengst verði skyndilega óalandi og óferjandi. Þessar tilfinningasveiflur eru raunverulegar þótt ekkert raunverulegt hafi gerst nema hjá manni sjálfum. Fyrir þá sem raunverulega hræðast dagsetninguna í dag þá er hjátrúin raunverulegt vandamál þótt ástæðan sjálf sé ímynduð. Undirmeðvitundin mætir öllum tilraunum til leiðréttingar með offorsi og ef óttinn er nægilega mikill þá fer föstudagurinn þrettándi að verða að raunverulegum ólukkudegi—ekki vegna ólukkunnar heldur vegna hræðslunnar við ólukku. Þetta sama er einmitt upp á teningnum þegar fólk festist í því að sjá ekkert annað en ógnun og vandamál í kringum tiltekna hópa af fólki; hvort svo sem það eru innflytjendur, fólk af tilteknum uppruna, fólk sem játar tiltekna trú, fólk með tilteknar skoðanir, fólk í tilteknum stjórnmálaflokkum eða aðdáendur tiltekinna íþróttaliða. Hræðslan sjálf verður vandamál sem getur af sér fleiri vandamál, ranghugmyndir, illindi, fordóma og átök.Til hamingju með daginn Þeir sem ætla öllum gott og búast alltaf við hinu besta eiga auðvitað á hættu að virka kjánalegir eða barnalegir. En af tvennu illu þá finnst mér líklegt að heimurinn hafi hlotið meiri skaða af yfirgengilegri hræðslu heldur en óhóflegri bjartsýni. Þess vegna ætla ég að leggja mig allan fram um að taka eftir því þegar ég er heppinn í dag—og tileinka mér þá órökréttu hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé algjör happadagur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eftir að ég heyrði fyrst um þá hjátrú að það væri sérstakur óheilladagur þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag þá fylltist ég alltaf óttablandinni eftirvæntingu þegar dagatalið raðaðist með þessum hætti. Mér fannst rétt að fara að öllu með sérstakri gát og fylgdist mjög vel með öllum þeim hrakföllum, óhöppum, slysum og hörmungum sem hægt væri að rekja beint til þess að ólgandi ólukkuský hvíldi yfir heimsbyggðinni á þessum degi. Og í dag er einmitt runninn upp slíkur dagur. Það má því gera ráð fyrir að margt fari úrskeiðis í dag. Smábörn munu henda bíllyklum bak við ofna, gamalmenni fljúga á hausinn í hálku, unglingar fá einmitt þær spurningar á skyndiprófum sem þeir slepptu því að lesa fyrir, stjórnmálamenn komast að því að þeir hafa fyrir einskæra óheppni eignast bankareikninga á aflandseyjum, strætó seinkar, skóreimar slitna, beikonið brennur á pönnunni og kaffið er kalt á könnunni.Paraskevidekatriaphobia Sjálfur er ég fyrir löngu hættur að fyllast spennu fyrir föstudeginum þrettánda. Ég er of jarðbundinn til þess að trúa því að einhverjir dulmagnaðir kraftar verki öðruvísi á daga okkar eftir því hvernig mannfólkið hefur raðað þeim á dagatölin. En þó er vitað að verulegur fjöldi er haldinn ótta við föstudaginn þrettánda—það er meira að segja til sjúkdómsheiti yfir slíkan ótta (paraskevidekatriaphobia) og í Ameríku hefur verið giskað á að á bilinu 17–21 milljón manna glími við þennan ótta. Sumir eru jafnvel svo illa haldnir að þeir hætta sér ekki út úr húsi. Þeir eru bara heima hjá sér—kannski dúðaðir undir sæng, nagandi neglur og gnístandi tönnum—og bíða eftir að dagurinn líði svo heimurinn falli aftur í eðlilegar skorður og óhætt sé að taka aftur þátt í tilverunni. Og það er alveg rétt hjá þeim. Margt mun fara úrskeiðis í dag og það er ekki óhugsandi að hryllilegar hörmungar dynji einhvers staðar yfir.Undirmeðvitundin verður ofan á Yfirveguð rökhugsun vísar vitaskuld á bug öllum kenningum um að dagatalið hafi haft eitthvað um óhöpp dagsins að segja. Rökvísin veit að hlutir fara úrskeiðis í dag einfaldlega vegna þess að alla daga fara hlutir úrskeiðis og dögunum stendur fullkomlega á sama um hvernig við númerum þá og nefnum. Og þar með ætti málið að vera útrætt. Hjátrúin um dagatalið er afgreidd. En þannig er það nú samt ekki. Heilinn í okkur er nefnilega flókið fyrirbæri og lýtur ekki síður eigin vilja heldur en eigenda sinna. Þegar órökrétt hjátrú eða ranghugmynd hefur tekið sér bólfestu í undirmeðvitundinni þá getur slagurinn við hana orðið eins og að reyna að halda með pottloki aftur af gufu sem leitar út. Öll heimsins rök duga skammt gegn þeirri fullvissu sem er greypt í dýpstu hugskot. Rétt eins og ástföngnum manni sýnist að úr fjarska sé önnur hver kona einmitt sú sem hjartað þráir—þá sér hinn hjátrúarfulli ekkert annað en staðfestingar á hinni órökréttu tilfinningu sinni.Ruglið staðfest Í sálfræðirannsóknum er þetta vel þekkt. Heilinn í okkur sækist stöðugt eftir því að staðfesta það sem við teljum okkur vita, en er minna hrifinn af því að grafa undan þeim stoðum sem við byggjum heimsmynd okkar á. Þessi þrá til þess að staðfesta heimsmynd okkar litar allar okkar hugsanir og gjörðir og getur leitt okkur á ýmsar villigötur. Ef það blundar til dæmis í okkur ótti við útlendinga þá „hjálpar“ heilinn okkur að taka eftir öllu því sem fer úrskeiðis og tengist útlendingum og innflytjendum. Ef við erum sannfærð um að þeir sem eru ósammála okkur í stjórnmálum séu spilltir, illa innrættir og óheiðarlegir þá mun undirvitund okkar safna öllum mögulegum sönnunargögnum til þess að treysta þá trú, en vísa frá sér öllum vísbendingum um að þetta sé ekki raunin.Ímyndað vandamál verður raunverulegt Allir þekkja hvernig hugurinn getur skyndilega tekið krappar og órökréttar beygjur. Fólk sem er ástfangið upp fyrir haus einn daginn sér ekkert nema gott í ástinni sinni; meira að segja það sem annars þættu algjörlega óþolandi persónuleikabrestir virkar krúttlegt á meðan „allt leikur í lyndi“ en ef ástin kulnar þá fara nákvæmlega sömu eiginleikar að virka þreytandi, pirrandi og jafnvel óþolandi. Og stundum þarf ekki annað en smávægilegt fall í blóðsykri til þess að allir sem maður umgengst verði skyndilega óalandi og óferjandi. Þessar tilfinningasveiflur eru raunverulegar þótt ekkert raunverulegt hafi gerst nema hjá manni sjálfum. Fyrir þá sem raunverulega hræðast dagsetninguna í dag þá er hjátrúin raunverulegt vandamál þótt ástæðan sjálf sé ímynduð. Undirmeðvitundin mætir öllum tilraunum til leiðréttingar með offorsi og ef óttinn er nægilega mikill þá fer föstudagurinn þrettándi að verða að raunverulegum ólukkudegi—ekki vegna ólukkunnar heldur vegna hræðslunnar við ólukku. Þetta sama er einmitt upp á teningnum þegar fólk festist í því að sjá ekkert annað en ógnun og vandamál í kringum tiltekna hópa af fólki; hvort svo sem það eru innflytjendur, fólk af tilteknum uppruna, fólk sem játar tiltekna trú, fólk með tilteknar skoðanir, fólk í tilteknum stjórnmálaflokkum eða aðdáendur tiltekinna íþróttaliða. Hræðslan sjálf verður vandamál sem getur af sér fleiri vandamál, ranghugmyndir, illindi, fordóma og átök.Til hamingju með daginn Þeir sem ætla öllum gott og búast alltaf við hinu besta eiga auðvitað á hættu að virka kjánalegir eða barnalegir. En af tvennu illu þá finnst mér líklegt að heimurinn hafi hlotið meiri skaða af yfirgengilegri hræðslu heldur en óhóflegri bjartsýni. Þess vegna ætla ég að leggja mig allan fram um að taka eftir því þegar ég er heppinn í dag—og tileinka mér þá órökréttu hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé algjör happadagur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun