Hringvegurinn lengist um tíu kílómetra í nótt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2017 20:57 Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. Fjallað var breytinguna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Lengsti malarkafli hringvegarins, 24 kílómetra langur, liggur um Breiðdal og Breiðdalsheiði á Austfjörðum. En á miðnætti hættir þessi kafli að vera hluti hringvegarins, sem allt frá því hann opnaðist árið 1974 hefur verið ókrýndur konungur íslenskra þjóðvega, enda með númerið eitt. Það er nefnilega verið að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur. Frá og með morgundeginum mun hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missir þjóðveganúmer 1. Gula lína sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Það er í raun ekki verið að breyta neinu nema vegnúmerum, sem þó kostar milli átta og tólf milljónir króna. Breytingunni er samt ætlað að beina ferðamönnum, sem aka eftir vegnúmerum, frá því að leggja á Breiðdalsheiði að vetrarlagi, og er þannig líkleg til þess að auka ferðamannaumferð í gegnum þorpin á fjörðunum. Hringvegurinn lengist við þetta um tæpa tíu kílómetra, og verður 1341 kílómetri, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Og við það að strika yfir Breiðdalsheiðina styttast malarkaflar hringvegarins úr 32 kílómetrum niður í átta. Malbikshlutfallið á þjóðvegi númer eitt hækkar við þetta úr 97,6 prósentum upp í 99,4 prósent.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði var lengsti malarkafli hringvegarins. Með því að fella þennan 24 km kafla út verða aðeins átta kílómetrar eftir ómalbikaðir af hringveginum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stærstu tíðindi morgundagsins í vegamálum Austfirðinga eru hins vegar opnun Norðfjarðarganga en vegna þeirra verða hátíðahöld alla helgina í Fjarðabyggð. Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Hringvegurinn lengist á miðnætti um tíu kílómetra en á sama tíma styttast malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. Fjallað var breytinguna í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Lengsti malarkafli hringvegarins, 24 kílómetra langur, liggur um Breiðdal og Breiðdalsheiði á Austfjörðum. En á miðnætti hættir þessi kafli að vera hluti hringvegarins, sem allt frá því hann opnaðist árið 1974 hefur verið ókrýndur konungur íslenskra þjóðvega, enda með númerið eitt. Það er nefnilega verið að færa hringveginn á kaflanum milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur. Frá og með morgundeginum mun hann liggja um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð, í stað Breiðdalsheiðar.Rauði leggurinn sýnir vegarkaflann milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur sem missir þjóðveganúmer 1. Gula lína sýnir hringveginn eftir breytinguna.Grafík/Guðmundur Björnsson.Það er í raun ekki verið að breyta neinu nema vegnúmerum, sem þó kostar milli átta og tólf milljónir króna. Breytingunni er samt ætlað að beina ferðamönnum, sem aka eftir vegnúmerum, frá því að leggja á Breiðdalsheiði að vetrarlagi, og er þannig líkleg til þess að auka ferðamannaumferð í gegnum þorpin á fjörðunum. Hringvegurinn lengist við þetta um tæpa tíu kílómetra, og verður 1341 kílómetri, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Og við það að strika yfir Breiðdalsheiðina styttast malarkaflar hringvegarins úr 32 kílómetrum niður í átta. Malbikshlutfallið á þjóðvegi númer eitt hækkar við þetta úr 97,6 prósentum upp í 99,4 prósent.Vegurinn um Breiðdal og Breiðdalsheiði var lengsti malarkafli hringvegarins. Með því að fella þennan 24 km kafla út verða aðeins átta kílómetrar eftir ómalbikaðir af hringveginum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stærstu tíðindi morgundagsins í vegamálum Austfirðinga eru hins vegar opnun Norðfjarðarganga en vegna þeirra verða hátíðahöld alla helgina í Fjarðabyggð.
Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45
Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag. 29. september 2017 18:17