Skotsilfur Markaðarins: Eigendur Víðis hætta við að selja Ritstjórn Markaðarins skrifar 10. nóvember 2017 11:00 Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eru nú sagðir hættir við að reyna fá fjárfesta til þess að kaupa allt hlutafé félagsins, líkt og áður stóð til. Er talið að vilji eigendanna, þeirra Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, standi nú til þess að selja einungis verslun Víðis í Skeifunni, en hún er fyrsta verslunin sem þau opnuðu árið 2011. Auk verslunarinnar í Skeifunni starfrækir Víðir verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartún og á Garðatorgi í Garðabæ.Lögmannsstofan BBA Legal hefur ráðið Ólaf Jóhannes Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra innra markaðssviðs ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem ráðgjafa.Ólafur til BBA Lögmannsstofan BBA Legal hefur ráðið Ólaf Jóhannes Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra innra markaðssviðs ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem ráðgjafa. Hóf Ólafur störf hjá lögmannsstofunni fyrr á árinu. Á meðal helstu sérsviða Ólafs eru Evrópuréttur, samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur og orkuréttur. Var hann í teymi lögfræðinga stofunnar sem veitti kanadíska stórfyrirtækinu Innergex Renewable Energy lögfræðilega ráðgjöf við kaup fyrirtækisins á Alterra Power, stærsta hluthafa HS Orku, fyrr í haust.Lækka aftur verð Nasdaq á Íslandi tilkynnti í liðinni viku um lækkun á gjaldskrá félagsins, en þetta er í annað sinn á jafnmörgum árum sem félagið lækkar verð til viðskiptavina sinna. Leiða má að því líkur að lækkunin sé gerð til þess að bregðast við yfirvofandi samkeppni við Verðbréfamiðstöðina sem hyggst taka til starfa á fyrsta fjórðungi næsta árs. Með stofnun Verðbréfamiðstöðvarinnar verður bundinn endi á einokunarstöðu Nasdaq á markaði með skráningu verðbréfa. Nasdaq, en Guðrún Blöndal er framkvæmdastjóri verðbréfamiðstöðvar félagsins, hagnaðist um 308 milljónir í fyrra og var arðsemi eigin fjár 52 prósent.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Markaðir Skotsilfur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eru nú sagðir hættir við að reyna fá fjárfesta til þess að kaupa allt hlutafé félagsins, líkt og áður stóð til. Er talið að vilji eigendanna, þeirra Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, standi nú til þess að selja einungis verslun Víðis í Skeifunni, en hún er fyrsta verslunin sem þau opnuðu árið 2011. Auk verslunarinnar í Skeifunni starfrækir Víðir verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartún og á Garðatorgi í Garðabæ.Lögmannsstofan BBA Legal hefur ráðið Ólaf Jóhannes Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra innra markaðssviðs ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem ráðgjafa.Ólafur til BBA Lögmannsstofan BBA Legal hefur ráðið Ólaf Jóhannes Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra innra markaðssviðs ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem ráðgjafa. Hóf Ólafur störf hjá lögmannsstofunni fyrr á árinu. Á meðal helstu sérsviða Ólafs eru Evrópuréttur, samkeppnisréttur, stjórnsýsluréttur og orkuréttur. Var hann í teymi lögfræðinga stofunnar sem veitti kanadíska stórfyrirtækinu Innergex Renewable Energy lögfræðilega ráðgjöf við kaup fyrirtækisins á Alterra Power, stærsta hluthafa HS Orku, fyrr í haust.Lækka aftur verð Nasdaq á Íslandi tilkynnti í liðinni viku um lækkun á gjaldskrá félagsins, en þetta er í annað sinn á jafnmörgum árum sem félagið lækkar verð til viðskiptavina sinna. Leiða má að því líkur að lækkunin sé gerð til þess að bregðast við yfirvofandi samkeppni við Verðbréfamiðstöðina sem hyggst taka til starfa á fyrsta fjórðungi næsta árs. Með stofnun Verðbréfamiðstöðvarinnar verður bundinn endi á einokunarstöðu Nasdaq á markaði með skráningu verðbréfa. Nasdaq, en Guðrún Blöndal er framkvæmdastjóri verðbréfamiðstöðvar félagsins, hagnaðist um 308 milljónir í fyrra og var arðsemi eigin fjár 52 prósent.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Markaðir Skotsilfur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira