Sex milljóna króna sekt fyrir að vantelja milljarða króna til skatts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Hjónin geymdu um hálfan milljarð króna á bankareikningi sem þau eiga í Lúxemborg. NORDIC PHOTOS/GETTY Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra og einum stærsta eiganda útgerðarfélagsins Samherja, og eiginkonu hans hefur verið gert að greiða sex milljónir í sekt vegna skattalagabrota. Hjónin hafa ekki skilað skattframtali frá árinu 2005 og að auki hafa þau vantalið tekjur sínar og eignir. „Ég hef svo sem ekkert um það að segja nema það að við borgum þá sekt,“ segir Kristján. Úrskurður yfirskattanefndar tekur til áranna 2012 og 2013. Rannsókn Ríkisskattstjóra leiddi í ljós að launagreiðslur Kristjáns námu 38 milljónum króna en að auki hafi hann fengið rúmar fimm milljónir í dagpeninga og bifreiðahlunnindi. Vaxtatekjur hans af innistæðum námu 25 milljónum og þá fékk hann rúmlega 1,2 milljarða króna greiddan í arð af hlutabréfum sínum. Eiginkona Kristjáns fékk á sama tímabili alls 38 milljónir króna í arð af hlutabréfum sínum. Fasteignir þeirra hjóna voru metnar á 109 milljónir árið 2012 en höfðu hækkað í tæpar 134 milljónir ári síðar. Þá hafði skattinum ekki verið gert viðvart um rúmlega 485 milljónir á bankareikningi í Lúxemborg og hann ekki látinn vita af eignum sem voru geymdar í aflandsfélagi. Fyrir bæði árin var þeim áætlaður skattstofn og reyndist hann undir rauneignum þeirra. Ekki þótti ástæða til þess af Ríkisskattstjóra að endurákveða álagningu þeirra. Að teknu tilliti til þess, og að þau hafa ekki skilað skattframtölum í um áratug, þótti yfirskattanefnd hæfileg sekt vera fimm milljónir handa Kristjáni en milljón króna handa konu hans. Á tímabilinu var Kristján einn þeirra sem greiddu hæstu opinberu gjöldin hér á landi. Árið 2012 voru opinber gjöld hans 152 milljónir króna þrátt fyrir að skattstofnar hans hafi verið vantaldir og var hann annar á lista yfir skattakónga landsins. Opinber gjöld hans ári síðar voru tæpar 190 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra og einum stærsta eiganda útgerðarfélagsins Samherja, og eiginkonu hans hefur verið gert að greiða sex milljónir í sekt vegna skattalagabrota. Hjónin hafa ekki skilað skattframtali frá árinu 2005 og að auki hafa þau vantalið tekjur sínar og eignir. „Ég hef svo sem ekkert um það að segja nema það að við borgum þá sekt,“ segir Kristján. Úrskurður yfirskattanefndar tekur til áranna 2012 og 2013. Rannsókn Ríkisskattstjóra leiddi í ljós að launagreiðslur Kristjáns námu 38 milljónum króna en að auki hafi hann fengið rúmar fimm milljónir í dagpeninga og bifreiðahlunnindi. Vaxtatekjur hans af innistæðum námu 25 milljónum og þá fékk hann rúmlega 1,2 milljarða króna greiddan í arð af hlutabréfum sínum. Eiginkona Kristjáns fékk á sama tímabili alls 38 milljónir króna í arð af hlutabréfum sínum. Fasteignir þeirra hjóna voru metnar á 109 milljónir árið 2012 en höfðu hækkað í tæpar 134 milljónir ári síðar. Þá hafði skattinum ekki verið gert viðvart um rúmlega 485 milljónir á bankareikningi í Lúxemborg og hann ekki látinn vita af eignum sem voru geymdar í aflandsfélagi. Fyrir bæði árin var þeim áætlaður skattstofn og reyndist hann undir rauneignum þeirra. Ekki þótti ástæða til þess af Ríkisskattstjóra að endurákveða álagningu þeirra. Að teknu tilliti til þess, og að þau hafa ekki skilað skattframtölum í um áratug, þótti yfirskattanefnd hæfileg sekt vera fimm milljónir handa Kristjáni en milljón króna handa konu hans. Á tímabilinu var Kristján einn þeirra sem greiddu hæstu opinberu gjöldin hér á landi. Árið 2012 voru opinber gjöld hans 152 milljónir króna þrátt fyrir að skattstofnar hans hafi verið vantaldir og var hann annar á lista yfir skattakónga landsins. Opinber gjöld hans ári síðar voru tæpar 190 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira