Trump hafði fögur orð um Xi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Kínversku forsetahjónin sýndu bandarískum gestum sínum merkileg kennileiti í höfuðborginni Peking. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira