Ingunn og Katrín skammaðar fyrir að faðmast í Grafarvogslaug Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2017 18:45 Katrín Sigurbergsdóttir og Ingunn Anna Ragnarsdóttir skelltu sér í Grafarvogslaug í gær þar sem þær lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu eftir að hafa faðmast í lauginni. Aðsend/Reykjavik.is „Auðvitað á maður ekki að þegja yfir svona hlutum,“ segir Ingunn Anna Ragnarsdóttir um sundlaugarferð hennar og Katrínar Sigurbergsdóttur í Grafarvogslaug í gær. Þar fengu þær tiltal frá starfsmanni laugarinnar fyrir að faðmast en starfsmaðurinn sagðist hafa fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem varð svo misboðið við að sjá þær tvær faðmast að hann fór upp úr lauginni. Þær greindu frá málinu á Facebook í gær og fengu í kjölfarið afsökunarbeiðni frá Þórgný Thoroddsen, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Um eitt og hálft ár er síðan þær Ingunn Anna og Katrín fóru að vera saman sem par en þær segja þessa uppákomu hafa dregið þær heldur harkalega af því bleika skýi sem þær hafa verið á síðan þær byrjuðu saman.Katrín og Ingunn hafa verið saman í um eitt og hálft ár.AðsendSkammaðar fyrir framan alla „Við erum að faðmast og erum að hlæja og tala saman. Jú, við erum nálægt hvor annarri en það er allt of sumt. Svo eftir einhvern tíma kemur þessi starfsmaður til okkar og segir að hann hafi fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem sagði að hann gæti ekki setið þarna og horft á okkur káfa á hvor annarri og að þetta væri rosalegt og honum þætti þetta ógeðslegt og að hann hefði farið upp úr lauginni út af okkur,“ segir Ingunn þegar hún lýsir atvikinu í samtali við Vísi. „Svo kom starfsmaðurinn með ásökunartón og byrjaði bara að skamma okkur fyrir framan alla,“ segir Ingunn.Sagðist hafa unnið lengi að mannréttindum fólks Sundlaugarvörðurinn hafði tekið fram að maðurinn sem kvartaði hefði tilkynnt sér að hann hefði lengi unnið að mannréttindum fólks en það væri ekki í boði að horfa á fólk káfa hvort á öðru fyrir framan hann. Ingunn segir þær hafa tekið þessu illa. „Katrín reiddist og fór að spyrja nánar út í þetta og hvað hann ætti við með þessu og hvort hann sæi ekki sjálfur að við værum ekki að káfa á hvor annarri þarna ofan í og sagði honum til. Hann endaði á að bakka með þetta og sagði að hann hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Ingunn.Sú sem var við hlið þeirra sagði þessa uppákomu fáránlega Hún segir að við hliðina á þeim hafi verið stelpa sem gaf sig á tal við þær eftir að sundlaugarvörðurinn hafði horfið á braut. „Hún sagðist sjálf hafa næstum því farið að skipta sér af því henni fannst þessi framkoma sundlaugarvarðarins fáránleg.“ Eftir að hafa greint frá atvikinu á Facebook hafði Þórgnýr Thoroddsen samband við þær og bað þær afsökunar. „Við þökkuðum honum fyrir það og okkur fannst það mjög vel gert af honum.“ Þá hafði Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, samband við þær og sagði þær Katrínu og Ingunni njóta stuðnings frá þeim í þessu máli.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.VísirSjálfsagt mál að fólk faðmist Þórgnýr segist í samtali við Vísi hafa sent þeim Katrínu og Ingunni skeyti á Facebook þar sem hann kom því á hreint að fólk má faðmast í sundlaugum Reykjavíkurborgar. „Það er alveg sjálfsagt mál að fólk faðmist, hvort sem það er í sundlaug eða úti á næsta götuhorni,“ segir Þórgnýr. Hann segist vita til þess að forstöðufólk taki mark á svona umfjöllun og að hann hafi haft fregnir af því að þau hafi skoðað málið.Draga lærdóm af þessu Þórgnýr segir það sama gilda um alla þegar þeir fara í sund, ákveðin viðmið og reglur gilda. Höfð eru afskipti af fólki ef það gerist of náið í sundlaug. „En það virðist ekki hafa verið í þetta skiptið,“ segir Þórgnýr sem segir að svona lagað eigi ekki að eiga sér stað líkt og þær Katrín og Ingunn urðu fyrir. „Við gerum okkar besta að draga lærdóm af þessu.“ Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
„Auðvitað á maður ekki að þegja yfir svona hlutum,“ segir Ingunn Anna Ragnarsdóttir um sundlaugarferð hennar og Katrínar Sigurbergsdóttur í Grafarvogslaug í gær. Þar fengu þær tiltal frá starfsmanni laugarinnar fyrir að faðmast en starfsmaðurinn sagðist hafa fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem varð svo misboðið við að sjá þær tvær faðmast að hann fór upp úr lauginni. Þær greindu frá málinu á Facebook í gær og fengu í kjölfarið afsökunarbeiðni frá Þórgný Thoroddsen, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Um eitt og hálft ár er síðan þær Ingunn Anna og Katrín fóru að vera saman sem par en þær segja þessa uppákomu hafa dregið þær heldur harkalega af því bleika skýi sem þær hafa verið á síðan þær byrjuðu saman.Katrín og Ingunn hafa verið saman í um eitt og hálft ár.AðsendSkammaðar fyrir framan alla „Við erum að faðmast og erum að hlæja og tala saman. Jú, við erum nálægt hvor annarri en það er allt of sumt. Svo eftir einhvern tíma kemur þessi starfsmaður til okkar og segir að hann hafi fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem sagði að hann gæti ekki setið þarna og horft á okkur káfa á hvor annarri og að þetta væri rosalegt og honum þætti þetta ógeðslegt og að hann hefði farið upp úr lauginni út af okkur,“ segir Ingunn þegar hún lýsir atvikinu í samtali við Vísi. „Svo kom starfsmaðurinn með ásökunartón og byrjaði bara að skamma okkur fyrir framan alla,“ segir Ingunn.Sagðist hafa unnið lengi að mannréttindum fólks Sundlaugarvörðurinn hafði tekið fram að maðurinn sem kvartaði hefði tilkynnt sér að hann hefði lengi unnið að mannréttindum fólks en það væri ekki í boði að horfa á fólk káfa hvort á öðru fyrir framan hann. Ingunn segir þær hafa tekið þessu illa. „Katrín reiddist og fór að spyrja nánar út í þetta og hvað hann ætti við með þessu og hvort hann sæi ekki sjálfur að við værum ekki að káfa á hvor annarri þarna ofan í og sagði honum til. Hann endaði á að bakka með þetta og sagði að hann hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Ingunn.Sú sem var við hlið þeirra sagði þessa uppákomu fáránlega Hún segir að við hliðina á þeim hafi verið stelpa sem gaf sig á tal við þær eftir að sundlaugarvörðurinn hafði horfið á braut. „Hún sagðist sjálf hafa næstum því farið að skipta sér af því henni fannst þessi framkoma sundlaugarvarðarins fáránleg.“ Eftir að hafa greint frá atvikinu á Facebook hafði Þórgnýr Thoroddsen samband við þær og bað þær afsökunar. „Við þökkuðum honum fyrir það og okkur fannst það mjög vel gert af honum.“ Þá hafði Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, samband við þær og sagði þær Katrínu og Ingunni njóta stuðnings frá þeim í þessu máli.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.VísirSjálfsagt mál að fólk faðmist Þórgnýr segist í samtali við Vísi hafa sent þeim Katrínu og Ingunni skeyti á Facebook þar sem hann kom því á hreint að fólk má faðmast í sundlaugum Reykjavíkurborgar. „Það er alveg sjálfsagt mál að fólk faðmist, hvort sem það er í sundlaug eða úti á næsta götuhorni,“ segir Þórgnýr. Hann segist vita til þess að forstöðufólk taki mark á svona umfjöllun og að hann hafi haft fregnir af því að þau hafi skoðað málið.Draga lærdóm af þessu Þórgnýr segir það sama gilda um alla þegar þeir fara í sund, ákveðin viðmið og reglur gilda. Höfð eru afskipti af fólki ef það gerist of náið í sundlaug. „En það virðist ekki hafa verið í þetta skiptið,“ segir Þórgnýr sem segir að svona lagað eigi ekki að eiga sér stað líkt og þær Katrín og Ingunn urðu fyrir. „Við gerum okkar besta að draga lærdóm af þessu.“
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent