Viðskipti innlent

Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar Arion banka.
Höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/Pjetur
Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka.

Í tilkynningu á vef Fjármálaeftirlitsins segir að eftirlitið hafi aðeins vitneskju um að atkvæðisréttur fylgdi ekki kaupum þriggja stærstu aðilanna, fremur en þeim aðilunum fjórum, líkt og sagði í fyrri tilkynningu Fjármálaeftirlitsins.

„[H]ið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða,“ að því er segir í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu.

Tilkynnt var í gær um að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingasjóðum, hafi keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka.

Auk Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, samastendur kaupendahópurinn af Taconic Capital (9,99%), Attestor Capital (9,99%) og Och-Ziff Capital (6,6%).


Tengdar fréttir

Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka

Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×