Rannsóknarnefnd ítrekar að kanna skuli sleppibúnað björgunarbáta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2017 06:00 Frá því í júní í fyrra þegar Jón Hákon BA var dreginn af hafsbotni. mynd/landhelgisgæslan Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem slík tillaga er send Samgöngustofu í öryggissátt. Fyrir helgi birti nefndin niðurstöðu sína úr rannsókn á banaslysi sem varð í maí í fyrra þegar Brekkunesi ÍS 110 hvolfdi á Vestfjarðarmiðum. Færið var vont og hafði skipstjóri, og jafnframt eini skipverji, strandveiðibátsins hætt sér á svæði sem aðrir bátar vildu eigi fara á. Talið er að alda hafi komið á bátinn en áverkar á hinum látna og ummerki á bátnum benda til þess. Enginn var til frásagnar um atvik. Sjálfvirkur sleppibúnaður Brekkunessins virkaði ekki en hann var á um 2,5 metra dýpi meðan báturinn var á hvolfi. Við prófun virkaði hann á 3,5 metra dýpi. Sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði heldur ekki sem skyldi þegar Jóni Hákoni hvolfdi á svipuðum stað í júlí 2015. Einn fórst í því slysi og þrír komust lífs af við illan leik. RNSA ítrekar eina tillögu sína sem gerð var í niðurlagi skýrslu um atvikið en henni var skilað í febrúar. „Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir,“ segir í skýrslunni. „[Þ]egar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44 Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem slík tillaga er send Samgöngustofu í öryggissátt. Fyrir helgi birti nefndin niðurstöðu sína úr rannsókn á banaslysi sem varð í maí í fyrra þegar Brekkunesi ÍS 110 hvolfdi á Vestfjarðarmiðum. Færið var vont og hafði skipstjóri, og jafnframt eini skipverji, strandveiðibátsins hætt sér á svæði sem aðrir bátar vildu eigi fara á. Talið er að alda hafi komið á bátinn en áverkar á hinum látna og ummerki á bátnum benda til þess. Enginn var til frásagnar um atvik. Sjálfvirkur sleppibúnaður Brekkunessins virkaði ekki en hann var á um 2,5 metra dýpi meðan báturinn var á hvolfi. Við prófun virkaði hann á 3,5 metra dýpi. Sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði heldur ekki sem skyldi þegar Jóni Hákoni hvolfdi á svipuðum stað í júlí 2015. Einn fórst í því slysi og þrír komust lífs af við illan leik. RNSA ítrekar eina tillögu sína sem gerð var í niðurlagi skýrslu um atvikið en henni var skilað í febrúar. „Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir,“ segir í skýrslunni. „[Þ]egar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44 Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. 12. maí 2016 11:44
Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað af sér skýrslu. 24. febrúar 2017 16:08
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent