Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2017 23:43 Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn eru með þrjátíu og einn þingmann þegar fyrstu tölur hafa verið birtar á landinu öllu og þurfa einn þingmann til viðbótar til að ná meirihluta. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur bendir á þetta og segir að ef Vinstri græn ætla að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokkurinn þá þyrfti það að vera fimm flokka stjórn.Vinstri græn þyrftu þar með að leita til Samfylkingar, Viðreisnar, og Pírata og taka annað hvort Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn með í stjórn sem yrði afar ólíklegt segir Baldur. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingurVísirHann segir að það gæti orðið afar erfitt að mynda ríkisstjórn eftir kosningar miðað við þessar fyrstu tölur og spurning sem eftir stendur er hver muni vilja vinna með Sigmundi Davíð. Baldur segir að eins og staðan er núna gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn bætt við sig Flokki fólksins í ríkisstjórn og fengið þannig 35 manna meirihluta. „Framsóknarflokkurinn getur unnið til hægri og vinstri en stóra spurningin er hver getur unnið með Sigmundi,“ segir Baldur. Hann segir Vinstri græna einnig geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og þá væri hægt að taka hvaða flokk sem er með í þá stjórn til að ná meirihluta í þriggja flokka stjórn. Flokkur fólksins er með þrjá þingmenn þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar. Hann var ekki inni á þingi á könnunum vikuna fyrir kosningar. Inga Sæland, formaður flokksins, fór mikinn í leiðtogaumræðum á RÚV í gær þar sem hún beygði meðal annars af þegar hún talaði um hluta þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.Baldur segir þá frammistöðu Ingu mögulega hafa skilað einhverju en telur líklegra að flokkurinn hafi verið vanmetinn í könnunum, líkt og jafnan er með minni flokka. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn dala eilítið og Framsókn vinna varnarsigur. Vinstri græn bæta litlu við sig sem hann segir að hljóti að vera vonbrigði fyrir flokkinn miðað við stöðuna sem var uppi fyrir kosningar. Fjöldi þingmanna þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar.Vísir Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn eru með þrjátíu og einn þingmann þegar fyrstu tölur hafa verið birtar á landinu öllu og þurfa einn þingmann til viðbótar til að ná meirihluta. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur bendir á þetta og segir að ef Vinstri græn ætla að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokkurinn þá þyrfti það að vera fimm flokka stjórn.Vinstri græn þyrftu þar með að leita til Samfylkingar, Viðreisnar, og Pírata og taka annað hvort Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn með í stjórn sem yrði afar ólíklegt segir Baldur. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingurVísirHann segir að það gæti orðið afar erfitt að mynda ríkisstjórn eftir kosningar miðað við þessar fyrstu tölur og spurning sem eftir stendur er hver muni vilja vinna með Sigmundi Davíð. Baldur segir að eins og staðan er núna gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn bætt við sig Flokki fólksins í ríkisstjórn og fengið þannig 35 manna meirihluta. „Framsóknarflokkurinn getur unnið til hægri og vinstri en stóra spurningin er hver getur unnið með Sigmundi,“ segir Baldur. Hann segir Vinstri græna einnig geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og þá væri hægt að taka hvaða flokk sem er með í þá stjórn til að ná meirihluta í þriggja flokka stjórn. Flokkur fólksins er með þrjá þingmenn þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar. Hann var ekki inni á þingi á könnunum vikuna fyrir kosningar. Inga Sæland, formaður flokksins, fór mikinn í leiðtogaumræðum á RÚV í gær þar sem hún beygði meðal annars af þegar hún talaði um hluta þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.Baldur segir þá frammistöðu Ingu mögulega hafa skilað einhverju en telur líklegra að flokkurinn hafi verið vanmetinn í könnunum, líkt og jafnan er með minni flokka. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn dala eilítið og Framsókn vinna varnarsigur. Vinstri græn bæta litlu við sig sem hann segir að hljóti að vera vonbrigði fyrir flokkinn miðað við stöðuna sem var uppi fyrir kosningar. Fjöldi þingmanna þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar.Vísir
Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira