Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson. Vísir/ernir „Hann hefur talað sig út úr hneykslismálinu,“ segir blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í samtali við New York Times þar sem fjallað er um íslensku þingkosningarnar sem fram fara í dag. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir.“ Í greininni segir að eftir einar sjónvarpskappræðurnar í kosningabaráttunni hafi Sigmundur Davið strunsað af sviði án þess að taka í hönd pólitískra andstæðinga sinna. Sem forsætisráðherra hafi hann virst sérlundaður, boðið samstarfsmönnum að leika með legókubbum og á fundi með Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hann klæðst fægðum skó á öðrum fæti og íþróttaskó á hinum. Í grein New York Times kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðnum New York Times um viðtal. Hann hafi hins vegar ítrekað fullyrt að hann hafi ekki gert neitt rangt í tengslum við aflandsfélagið Wintris. Hafi hann hins vegar sagst vera fórnarlamb samsæris pólitíska kerfisins og fjármálakerfis Íslands, allt í samráði við fjármálamanninn George Soros. Lesa má grein New York Times í heild sinni hér. Sigmundur Davíð gekk eins og frægt er orðið út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, á vormánuðum 2016 þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki greint frá félaginu Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð lét af störfum forsætisráðherra skömmu síðar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
„Hann hefur talað sig út úr hneykslismálinu,“ segir blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í samtali við New York Times þar sem fjallað er um íslensku þingkosningarnar sem fram fara í dag. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir.“ Í greininni segir að eftir einar sjónvarpskappræðurnar í kosningabaráttunni hafi Sigmundur Davið strunsað af sviði án þess að taka í hönd pólitískra andstæðinga sinna. Sem forsætisráðherra hafi hann virst sérlundaður, boðið samstarfsmönnum að leika með legókubbum og á fundi með Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, hafi hann klæðst fægðum skó á öðrum fæti og íþróttaskó á hinum. Í grein New York Times kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðnum New York Times um viðtal. Hann hafi hins vegar ítrekað fullyrt að hann hafi ekki gert neitt rangt í tengslum við aflandsfélagið Wintris. Hafi hann hins vegar sagst vera fórnarlamb samsæris pólitíska kerfisins og fjármálakerfis Íslands, allt í samráði við fjármálamanninn George Soros. Lesa má grein New York Times í heild sinni hér. Sigmundur Davíð gekk eins og frægt er orðið út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, á vormánuðum 2016 þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki greint frá félaginu Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Sigmundur Davíð lét af störfum forsætisráðherra skömmu síðar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Í beinni: Landsmenn ganga enn á ný til kosninga Vísir greinir frá öllu því markverðasta sem gerist, um leið og það gerist, alla kosningahelgina. 28. október 2017 06:18