Dálítið töff á köflum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2017 10:00 Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði. Það kemur ekkert annað til greina, segir Eiríkur Árni um Lúther. Mynd/Haraldur Árni Haraldsson „Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira