Sakfelld fyrir að sparka í andlitið á leigusalanum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 22:44 Maðurinn missti tvær framtennur við árásina. Vísir/Eyþór Kona á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Henni var gefið að sök að hafa sparkað í andlitið á leigusala sínum og að hafa haft í fórum sínum rúm þrjú grömm af maríjúna.Öskraði eins og dýr Kærasti konunnar hafði tekið herbergi á leigu á gistiheimili við Grjótagötu í Reykjavík í janúar 2015. Leigusalinn sagði kærasta konunnar hafa leitað til sín og sagst vera í vandræðum með húsnæði í tvær vikur, og að hann hafi þar af leiðandi útvegað manninum herbergi. Hann sagði manninn hafa verið eina nótt einn í herberginu en að konan hafi komið næsta dag. Þá hafi allt farið í háaloft; hávaði, rifrildi, skellir og slæm umgengni. Leigusalinn sagði það ekki ganga upp og bað þau um að fara. Þegar konan hafi neitað að afhenda lykilinn að herberginu hafi komið til átaka á milli sín og hennar. Hann sagði hana hafa reynt að bíta sig í höndina og svo sparkað í andlit sitt þegar hann teygði sig eftir lyklinum, með þeim afleiðingum að hann missti tvær tennur. Hún hafi svo gengið niður Aðalstrætið “öskrandi eins og dýr”, líkt og leigusalinn orðaði það fyrir dómi.Áverkarnir væntanlega eftir fall Konan sagðist hins vegar hafa verið að hlaupa undan leigusalanum og að þau hefðu fallið í jörðina. Áverkar hans hefðu væntanlega verið eftir það. Þá sagði hún manninn hafa ráðist á sig - ekki öfugt. Læknir sem skoðaði manninn taldi langlíklegast að áverkarnir hefðu komið við spark í andlitið og þá taldi tannlæknir áverkana varla geta komið til við að falla eða hrasa. Dómurinn taldi sannað að konan hefði gerst sek um þessa háttsemi og dæmdi hana í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þá var henni gert að greiða leigusalanum 500 þúsund krónur í miskabætur og rúma milljón í tannlæknakostnað mannsins. Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Kona á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Henni var gefið að sök að hafa sparkað í andlitið á leigusala sínum og að hafa haft í fórum sínum rúm þrjú grömm af maríjúna.Öskraði eins og dýr Kærasti konunnar hafði tekið herbergi á leigu á gistiheimili við Grjótagötu í Reykjavík í janúar 2015. Leigusalinn sagði kærasta konunnar hafa leitað til sín og sagst vera í vandræðum með húsnæði í tvær vikur, og að hann hafi þar af leiðandi útvegað manninum herbergi. Hann sagði manninn hafa verið eina nótt einn í herberginu en að konan hafi komið næsta dag. Þá hafi allt farið í háaloft; hávaði, rifrildi, skellir og slæm umgengni. Leigusalinn sagði það ekki ganga upp og bað þau um að fara. Þegar konan hafi neitað að afhenda lykilinn að herberginu hafi komið til átaka á milli sín og hennar. Hann sagði hana hafa reynt að bíta sig í höndina og svo sparkað í andlit sitt þegar hann teygði sig eftir lyklinum, með þeim afleiðingum að hann missti tvær tennur. Hún hafi svo gengið niður Aðalstrætið “öskrandi eins og dýr”, líkt og leigusalinn orðaði það fyrir dómi.Áverkarnir væntanlega eftir fall Konan sagðist hins vegar hafa verið að hlaupa undan leigusalanum og að þau hefðu fallið í jörðina. Áverkar hans hefðu væntanlega verið eftir það. Þá sagði hún manninn hafa ráðist á sig - ekki öfugt. Læknir sem skoðaði manninn taldi langlíklegast að áverkarnir hefðu komið við spark í andlitið og þá taldi tannlæknir áverkana varla geta komið til við að falla eða hrasa. Dómurinn taldi sannað að konan hefði gerst sek um þessa háttsemi og dæmdi hana í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þá var henni gert að greiða leigusalanum 500 þúsund krónur í miskabætur og rúma milljón í tannlæknakostnað mannsins.
Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira