Innlent

Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum

Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag þegar brælan hafði loksins vikið fyrir blíðviðri um land allt og strax í morgun taldi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar yfir 300 strandveiðibáta á sjó. Frétt Stöðvar 2 í beinni útsendingu frá Arnarstapa má sjá í spilaranum hér að ofan.

Arnastapahöfn á Snæfellsnesi er afar vinsæl á vorin en þar voru um 23 bátar þegar fréttastofa leit við í kvöld. Guðmundur Ívarsson, hafnarvörður á Arnarstapa, segir fallegt umhverfi eina ástæðu vinsælda hafnarinnar auk þess sem stutt sé á miðin. „Það hefur alltaf verið mjög gott fiskerí hér í maí,” segir hann.

Jón Pétur Úlfljótsson danskennari var á meðal strandveiðimanna á Arnastapa í dag. „Þetta var fyrsti dagur hjá mér. Báruskratti og leiðindi en gekk upp,” segir hann. Jón bætir við að hann fari fyrst og fremst á strandveiðar ánægjunnar vegna og aðspurður segir hann þær fara vel með danskennslunni - hann stígi bara ölduna.

„Þetta fer mjög vel saman. Ég kenni á veturnar, dansinn, og þetta á sumrin, þannig að þetta smellur vel saman. Maður lætur þetta ganga.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×