Handbolti

Geir: Svekkjandi að tapa svona stórt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir á hliðarlínunni í kvöld. Hann fagnaði því miður ekki í leikslok.
Geir á hliðarlínunni í kvöld. Hann fagnaði því miður ekki í leikslok. vísir/epa
„Auðvitað er alltaf fúlt að tapa,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Makedóníu í kvöld en hann var bjartsýnn á að hans lið gæti nælt sér í stig í Skopje. Það gekk ekki eftir.

Á endanum tapaði íslenska liðið með fimm marka mun sem gæti reynst dýrkeypt þegar talið verður upp úr pokanum í lok riðlakeppninnar.

„Fimm marka tap er einfaldlega of mikið. Það var engin ástæða til þess að tapa með svona miklum mun. Banabitinn er auðvitað að við skorum ekki síðustu sjö mínútur leiksins,“ segir keppnismaðurinn Geir svekktur.

„Við vorum einu marki undir en skorum svo ekki. Ástæðan er ekki sú að við fáum ekki færi. Erum að klúðra víti, hraðaupphlaupi og vorum að fá færin. Við bara nýttum þau ekki því miður. Markatalan skiptir miklu máli og því er svekkjandi að tapa svona stórt.“

Liðin mætast aftur í Laugardalshöll á sunnudag og þá verður íslenska liðið að vinna til þess að eygja von um að komast á EM.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×