Innlent

Vita enn ekki hvers vegna kennaranum var vísað frá borði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Juhel Miah er velskur kennari.
Juhel Miah er velskur kennari.
Íslenskum stjórnvöldum er enn ekki kunnugt um ástæður ákvörðunar bandarískra yfirvalda um að hindra för breska ríkisborgarans Juhels Miah til New York frá Keflavíkurflugvelli í febrúar síðastliðnum. Hérlendum stjórnvöldum er almennt ekki tilkynnt um slíkar ákvarðanir.

Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um málið.

Sigríður segir að íslensk stjórnvöld séu ekki upplýst um tilvik þar sem farþega er synjað um flutning á grundvelli tilmæla frá mótttökuríki. Þá sé flutningsaðila ekki tilkynnt um á hvaða grundvelli tilmælin byggi og því ekki hægt að segja til um á hverju ákvörðunin byggist hverju sinni.

Miah var vísað frá borði eftir að tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum ákveðinna múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tók gildi. Miah, sem er kennari og múslimi frá Swansea, var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York í Bandaríkjunum, þegar honum var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Hann sagðist engar skýringar hafa fengið á málinu.


Tengdar fréttir

Ferðalöngum reglulega meinuð för vestur

Ferðalöngum er reglulega meinað að fljúga til Bandaríkjanna líkt og hinum velska Juhel Miah. Flugfélög fá tilmæli að utan en fá ekki að vita ástæðuna. Miah segist ekki vita ástæðu þess að honum var vísað úr flugvél Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×