Erlent

Mótmælendur grýttu eggjum í Marine Le Pen

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lífvörður grípur um höfuð Marine Le Pen til að verja hana frá frekara eggjakasti.
Lífvörður grípur um höfuð Marine Le Pen til að verja hana frá frekara eggjakasti. skjáskot
Forsetaframbjóðandinn Marine Le Pen var grýtt með eggjum þegar hún ræddi við kjósendur á ferð sinni um Brittany í norðvesturhluta Frakklands í morgun.

Le Pen var nýstigin út úr bíl sínum í Dol-de-Bretagne þegar mótmælendur, sem héldu á skiltum með áletruninni „Burt með fasistana“ tóku að grýta eggjum í átt að frambjóðandanum og fylgdarliði hennar.

Hún virtist þó ekki láta þetta mikið á sig fá og gekk brosandi í burtu í fylgd lífvarða sinna.

Gengið verður til kosninga í Frakklandi á sunnudag þar sem Le Pen tekst á við miðjumanninnn Emmanuel Macron, sem hefur sjálfur fengið að kenna á eggjum mótmælenda. Macron fékk eitt slíkt í hausinn þegar hann heimsótti landbúnaðarsýningu í París þann 1. mars síðastliðinn.

Sjá einnig: Lokakappræður Macron og Le Pen: Hnattvæðing og hryðjuverk í brennidepli

Það virðist ekki hafa slegið hann út af laginu því nýjustu kannanir benda til að Macron muni bera sigur úr býtum með 60% atkvæða gegna 40% Le Pen. 

Myndband Independent af grýtingunni í Brittany í dag má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×