Um nýja háspennulínu í Heiðmörk eða nýjan jarðstreng til Geitháls! Örn Þorvaldsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Hamraneslínur 1 og 2 eru í vegi fyrir byggð í Vallahverfi Hafnarfjarðar, svo fjarlægja þarf þær eða setja í jörð. Umræðan snýst um hvort koma eigi, 400–440 kV loftlína/línur ofan við vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar eða 220 kV jarðstrengur/strengir úr byggð í Hafnarfirði upp á Bleiksteinsháls eða alla leið að Geithálsi. Núverandi raforkuflutningur og flutningsgeta 220 kV línurnar þrjár sem flytja orkuna til Hamraness: Hamraneslína 1, Hamraneslína 2 (tvær línur á sömu staurastæðu) og Búrfellslína 3B, gætu hver um sig flutt alla raforkunotkun álversins í Straumsvík, sem er um 380 MW. Suðurnesjalína 1 flytur u.þ.b. 70 MW frá Suðurnesjum til Hamraness, hún er ein af fimm 132 kV línum sem flytja raforku til höfuðborgarsvæðisins. 220 kV línurnar þrjár og 132 kV línan flytja samtals til Hamraness um 450 MW í dag, en gætu flutt þangað fulllestaðar 1.400 MW svo þær eru einungis um 30% lestaðar! Flutningsgeta fyrirhugaðrar nýrrar línu/lína Landsnets Áætluð ný Sandskeiðslína 1 (400-440 kV) hefði flutningsgetu upp á 1.200-1.800 MW. Þar af leiðandi gætu tvær nýjar 400 kV Sandskeiðslínur og Búrfellslína 3B flutt 2.900 MW til Hamraness sem er 30% meira en notkun á öllu landinu er í dag. Þrír sýnilegir valkostir: I. Valkostur – áform Landsnets, um nýja línu/línur. Landsnet leggur til að Hamraneslínur 1 og 2 (HN1 og HN2) verði fjarlægðar. Byggja skuli í stað þeirra nýja línu, Sandskeiðslínu 1 (400-440 kV), tveggja leiðara stálgrindalínu, milli Kolviðarhóls og Straumsvíkur 37 km leið sem rekin yrði á 220 kV til að byrja með. Síðar kæmi mögulega önnur lína af sömu stærð. Að auki vill Landsnet byggja tvö ný 220/440 kV tengivirki á svæðinu. Landsnet hefur ekki fært fram nauðsynleg rök fyrir því að byggja nýjar 400-440 kV línur og ný 220/440kV tengivirki eða sýnt fram á orkuþörf sem kalli á slíkt. II. Valkostur – tillögur undirritaðs um jarðstreng að Geithálsi Að leggja í stað Hamraneslínu 1 og 2, 220 kV jarðstreng með 350-400 MW flutningsgetu að tengivirkinu á Geithálsi, stystu leið með núverandi línuvegi. Leggja þarf jarðstrenginn af alúð, sérlega á svæðum þar sem áberandi hraunmyndanir eru, austan Kaldárselsvegar í Hafnarfirði og sunnan Urriðavallar í Garðabæ að Heiðmerkurveginum. Þá þyrfti einnig að leggja 132 kV jarðstreng með 150-170 MW flutningsgetu í stað Hnoðraholtslínu 1 til Hnoðraholtstengivirkis í Kópavogi. Því gagnslítið væri að fjarlægja aðeins HN1 og 2 en skilja Hnoðraholtslínu 1 eftir sem liggur þeim samhliða til Kópavogs. Tengja ætti Búrfellslínu 3A og 3B inn í Kolviðarhólstengivirkið. Tveir jarðstrengir milli Hamraness og Straumsvíkur í stað Ísallínu 1 og 2 til álversins yrðu lagðir, þegar og ef samningur við álverið yrði endurnýjaður árið 2025 (sem mögulega fæli í sér að álverið legði fjármuni til þess). Ísallínur 1 og 2 yrðu svo fjarlægðar. III. Valkostur – tillögur undirritaðs um jarðstrengi úr byggð á Völlunum í Hafnarfirði. A) Að nýta áfram lengstan hluta Hamraneslína 1 og 2, þar sem eftirstöðvar endingartíma þeirra eru 25 ár og þær eru aðeins 30% lestaðar. Að leggja 220 kV jarðstreng með 350-400 MW flutningsgetu frá Hamranesi úr byggð upp á Bleiksteinsháls, norðan Vallahverfisins á svipaðan stað og endavirki Hnoðraholtslínu 1 er, en þó aðeins fjær byggð, síðan yrði sá hluti línunnar fjarlægður. Tengja ætti Búrfellslínu 3A og 3B inn í Kolviðarhólstengivirkið. Jarðstrengur milli Hamraness og Straumsvíkur yrði lagður og annar jarðstrengur milli endavirkis Hamraneslínu 1 og 2 á Bleiksteinshálsi til Straumsvíkur í stað Ísallínu 1 og 2 til álversins, þegar og ef samningur við álverið yrði endurnýjaður árið 2025. Ísallínur 1 og 2 yrðu síðan fjarlægðar. B) Eftir 25 ár, þegar endingartími Hamraneslína 1 og 2 væri nær liðinn, yrði lagður jarðstrengur/jarðstrengir alla leið að Geithálsi (sjá lagnaleið í valkost II). Þá yrði um leið lagður 132 kV jarðstrengur með 150-170 MW flutningsgetu, í stað Hnoðraholtslínu 1 til Hnoðraholts í Kópavogi. Auk kosta II og III, leggur undirritaður til að Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörð, úr byggð, þar sem hún er þegar í vegi fyrir byggð í Hafnarfirði. Eins að Búrfellslína 3B verði lögð í jörð þegar byggð þróast suður fyrir Hamranestengivirkið. Rök undirritaðs með nýjum jarðstrengslögnum: Leiðin frá Kolviðarhóli til Straumsvíkur er 37 km, þar sem Sandskeiðslína 1 á að liggja. Leiðin milli Geitháls og Hamraness er 14 km, þar sem núverandi Hamraneslínur 1 og 2 liggja. Þar af leiðandi væri kerfislega, kostnaðarlega og umhverfislega hagstætt að leggja jarðstreng með 350-400 MW flutningsgetu þar á milli. Jarðstrengur í stað línu minnkar líkur á tjóni af völdum áfoks, annarrar óskilgreindrar ákomu, mögulegs hraunrennslis, veðurs og vegna tveggja lína á sama veðursvæði sem flyttu orku til álversins. En, eins og við vitum, þá mega álver ekki missa meira en 20% af þeirri orku sem þau nota að jafnaði og þola ekki að vera lengur straumlaus en að hámarki 4 klukkustundir. Ef einhvers staðar í raforkukerfi Íslands væri nothæfur 220 kV jarðstrengur út frá tæknilegu og rekstrarlegu sjónarmiði, þá væri það á þessum 14 km kafla. Með tilliti til vatnsbóls höfuðborgarsvæðisins, þá væri bygging nýrrar 440kV línu og síðar jafnvel annarrar línu, í Búrfellshrauni ofan vatnsbólsins, með vegaframkvæmdum sem þeim myndi fylgja, notkun tilheyrandi sprengiefna, notkun stórvirkra vinnuvéla og mögulegrar olíumengunar frá þeim auk meiri sinkmengunar frá fleiri möstrum sem þar við bættust, algjörlega fráleitur kostur. Tillögur undirritaðs um lagningu jarðstrengja, sem væru sjávarmegin við núverandi og framtíðar vatnsból höfuðborgarsvæðisins, myndu ekki stefna vatnsbólunum í hættu. 220 kV spennu hæð er fullnægjandi og þörfin fyrir nýjar 440 kV línur (eina eða tvær viðbótar línur) verður ekki til staðar nema álverum fjölgi verulega á Reykjanesskaganum. Að fjarlægja einungis Hamraneslínur 1 og 2 úr Heiðmörkinni (eins og Landsnet vill) gerir ekki nema hálft gagn, því eftir stæði samt sem áður Hnoðraholtslína 1 sem áfram þyrfti sitt pláss og rýrði Heiðmerkursvæðið með sjónmengun. Línuveg, ef lagður yrði við hlið jarðstrengs vegna lagningar hans, mætti malbika fyrir útivist, milli Geitháls og Hamraness og til Fitja í Reykjanesbæ. Þá lægi samfelldur hjólreiða- og göngustígur sem væri unaður fyrir útivistarfólk. Þar sem forsvarsmenn bæjarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu telja að byggð muni ekki þenjast út meira næstu 25 árin þá er ekki þörf á því að leggja Hamraneslínur 1 og 2 í jörð alla leið að Geithálsi strax, einungis upp fyrir Vallahverfið (eins og segir í valkosti III A). Af sömu ástæðu þarf ekki að flytja tengivirkið á Geithálsi né byggja nýtt tengivirki á Sandskeiði næstu áratugina. Í dag flytja jarðstrengir hundruð MW raforkuorku fyrir íbúa, iðnað auk stóriðju um allt höfuðborgarsvæðið. Jarðstrengur milli Hamraness og Geitháls væri til að auka öryggi orkuflutnings til álversins í Straumsvík með því að hafa raforkuflutninginn þangað annars vegar með línu og hins vegar með jarðstreng. Mat undirritaðs á notagildi núverandi tengivirkja, á Geithálsi, í Hamranesi og á Kolviðarhóli: Tengivirkið á Geithálsi er frá 1968 en var endurnýjað 1990. Ef það yrði fyrir byggð í framtíðinni, yrði það sett í hús (gert að innitengivirki) og jarðstrengir lagðir þaðan að Kolviðarhólstengivirki, sem hefur þegar mikla ónýtta stækkunarmöguleika. Tengivirkið að Hamranesi er eitt af þremur stærstu og vönduðustu tengivirkjum á landinu. Það er hannað til að vera inni í byggð, tengt línukerfinu með jarðstrengjum út úr byggðinni. Þegar lagningu jarðstrengja væri lokið (samkvæmt því sem lagt er til í valkostum II og III) þá mætti fjarlægja allt víravirki af þaki húss tengivirkisins og einnig af lóðinni. Eftir það væri hægt, að setja þak á spennarýmin, þétta þak hússins og endurnýja klæðningu þess. Við þetta yrði tengivirkið, húsið, vel útlítandi og allt rafmagnssurg væri úr sögunni. Tengivirkið mætti stækka bæði á 132 kV, 220 kV sem og 400 kV. Tengivirkið á Kolviðarhóli er nýlegt fullbúið tengivirki með sams konar rofabúnaði og er í Hamranesi, Fljótsdal og á mörgum fleiri stöðum. Rofabúnaðurinn er svissnesk/franskur af vönduðustu gerð. Við byggingu Kolviðarhólstengivirkisins var gert ráð fyrir allt að 100% stækkun frá því sem nú er með fleiri jarðstrengstengingum og rofaplássi fyrir það, stækkun sem ekki varð af. Þar má einnig tengja inn fleiri línur. Afleiðingar áforma Landsnets í Heiðmörk og í Hafnarfirði eru 5 línur til frambúðar (3-4 nýjar og 2 gamlar sem stæðu þar áfram) og 1-2 ný tengivirki: Nýjar, ein til tvær stórar 400-440 kV línur í Búrfellshrauni milli Sandskeiðs, Hrauntungu og álversins í Straumsvík (í stað gömlu Ísallínu 1 sem á að rífa). Ný lína milli Hamraness og Ísal (í stað Ísallínu 2 sem á að rífa). Ný Suðurnesjalína 2 220 kV út Reykjanesskagann. Gamla Búrfellslína 3B verður áfram sem lína til Hamranestengivirkis. Gamla Suðurnesjalína 1 verður áfram sem lína til Hamranestengivirkis. Nýtt tengivirki á Sandskeiði 220/440 kV. Nýtt tengivirki við Hrauntungur 220/440 kV. Í stað þessara stóru áforma Landsnets má framkvæma eftirfarandi: Leggja Hamraneslínu/r í jörð milli Hamraness og Geitháls (mögulega til að byrja með úr byggð upp á Bleiksteinsháls norðan Vallahverfisins. Og eftir 20 ár alla leið að Geithálsi, og þá um leið að leggja Hnoðraholtslínu 1 í jörð til Hnoðraholtstengivirkis. Leggja tvær línur í jörð milli Hamraness og Straumsvíkur, ef Rio Tinto verður þar áfram (en Rio Tinto hefur gefið ádrátt um að styðja verkefnið). Leggja Suðurnesjalínu 2 sem 132 kV jarðstreng (en 220 kV jarðstrengur er óþarfur, án margfaldrar orkuframleiðslu og orkunotkunar á suðvesturhorninu) út Reykjanesið .Leggja aðrar línur í jörð út úr byggð í Hafnarfirði (Búrfellslínu 3B ef og þegar þörf yrði) en Suðurnesjalínu 1 strax, vestur fyrir byggð (út í Kapelluhraun þar sem sett yrði endavirki). Sjá nánar grein undirritaðs: Rafvæðing Reykjanesskagans og framtíðarsýn - Vísir – 28. júlí 2016, sem birtist í Fréttablaðinu. Sjónræn og umhverfisleg niðurstaða þess, að farið væri að tillögum undirritaðs í stað áforma Landsnets: Í bæjarlandi Hafnarfjarðar yrði engin lína og ekkert viðbótartengivirki – í stað fimm lína og eins viðbótartengivirkis (eins og Landsnet hefur nýlega samið um við Bæjarstjórn Hafnarfjarðar). Utan bæjarlands Hafnarfjarðar væru 2 línur (Búrfellslína 3 í Búrfellshrauni og Suðurnesjalína 1 út Reykjanesskagann) – í stað fimm lína auk eins viðbótartengivirkis (eins og Landsnet ætlar sér að knýja í gegn) Lokaorð Landsnet vill fjölga línum og tengivirkjum um 100% á suðvesturhorninu. Landsnet gerir það nú síðast í samráði við Hafnfirðinga eina og hugmyndir annarra bæjarfélaga komast ekki að. Samkvæmt frétt Kjarnans 26. febrúar 2017, þá hefur „Century Aluminum móðurfyrirtæki Norðuráls fært niður álversverkefni í Helguvík um 152 milljónir dala, um 16,5 milljarða íslenskra króna. Þar með virðist endanlega ljóst að ekkert verður af uppbyggingu álvers þar, þótt það hafi í raun blasað við lengi.“. Þar með má telja að frekari uppbygging álvera hérlendis á næstu áratugum sé ólíkleg. Kerfisáætlun Landsnets er miðuð við stórt álver í Helguvík, og þarfnast því endurskoðunar, varðandi suðvesturlínur! Hagkvæmast væri fyrir Íslendinga að ljúka núverandi samningi við álverið í Straumsvík 2025 (helst í áföngum). Þannig mætti fresta byggingu tveggja nýrra virkjana í neðri Þjórsá, í meira en hálfa öld! Þetta væri stórkostleg gjöf sem Landsvirkjun færði þjóðinni, ef svo má segja. Hér hef ég lýst þremur valkostum til úrbóta á línukerfi suðvesturhornsins. Valkosti Landsnets um nýjar háspennulínur og ný tengivirki, og valkostum undirritaðs um uppbyggingu með jarðstrengjum og að notuð verði áfram núverandi tengivirki. Fjárhagslegur sparnaður samkvæmt valkostum undirritaðs eru á að giska tveir til þrír milljarðar króna samanborið við áform Landsnets, auk umhverfislegs ávinnings sem væri gríðarlegur og þess að ekki væri tekin áhætta varðandi vatnsból höfuðborgarsvæðisins eins og gert væri með lagningu Landsnets á Sandskeiðslínu 1 og 2 og byggingu tveggja tengivirkja á svæðinu. Nýlegir héraðs- og hæstaréttardómar varðandi háspennulínulagnir á Reykjanesi átelja að ekki hafi verið nægilega skoðaðir allir valkostir s.s. jarðstrengir, varðandi fullnægjandi rekstur raforkukerfisins, sem samrýmast einnig stefnu stjórnvalda. Landsneti er því skylt að taka til skoðunar lagningu jarðstrengja og koma þeir valkostir sem hér hafa verið lagðir fram vel að notum við þá endurskoðun sem nú er framundan! Höfundur er rafiðnaðarmaður og fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar og Landsnets sem unnið hefur að uppbyggingu raforkukerfisins og viðhaldi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Sjá meira
Hamraneslínur 1 og 2 eru í vegi fyrir byggð í Vallahverfi Hafnarfjarðar, svo fjarlægja þarf þær eða setja í jörð. Umræðan snýst um hvort koma eigi, 400–440 kV loftlína/línur ofan við vatnsverndarsvæði höfuðborgarinnar eða 220 kV jarðstrengur/strengir úr byggð í Hafnarfirði upp á Bleiksteinsháls eða alla leið að Geithálsi. Núverandi raforkuflutningur og flutningsgeta 220 kV línurnar þrjár sem flytja orkuna til Hamraness: Hamraneslína 1, Hamraneslína 2 (tvær línur á sömu staurastæðu) og Búrfellslína 3B, gætu hver um sig flutt alla raforkunotkun álversins í Straumsvík, sem er um 380 MW. Suðurnesjalína 1 flytur u.þ.b. 70 MW frá Suðurnesjum til Hamraness, hún er ein af fimm 132 kV línum sem flytja raforku til höfuðborgarsvæðisins. 220 kV línurnar þrjár og 132 kV línan flytja samtals til Hamraness um 450 MW í dag, en gætu flutt þangað fulllestaðar 1.400 MW svo þær eru einungis um 30% lestaðar! Flutningsgeta fyrirhugaðrar nýrrar línu/lína Landsnets Áætluð ný Sandskeiðslína 1 (400-440 kV) hefði flutningsgetu upp á 1.200-1.800 MW. Þar af leiðandi gætu tvær nýjar 400 kV Sandskeiðslínur og Búrfellslína 3B flutt 2.900 MW til Hamraness sem er 30% meira en notkun á öllu landinu er í dag. Þrír sýnilegir valkostir: I. Valkostur – áform Landsnets, um nýja línu/línur. Landsnet leggur til að Hamraneslínur 1 og 2 (HN1 og HN2) verði fjarlægðar. Byggja skuli í stað þeirra nýja línu, Sandskeiðslínu 1 (400-440 kV), tveggja leiðara stálgrindalínu, milli Kolviðarhóls og Straumsvíkur 37 km leið sem rekin yrði á 220 kV til að byrja með. Síðar kæmi mögulega önnur lína af sömu stærð. Að auki vill Landsnet byggja tvö ný 220/440 kV tengivirki á svæðinu. Landsnet hefur ekki fært fram nauðsynleg rök fyrir því að byggja nýjar 400-440 kV línur og ný 220/440kV tengivirki eða sýnt fram á orkuþörf sem kalli á slíkt. II. Valkostur – tillögur undirritaðs um jarðstreng að Geithálsi Að leggja í stað Hamraneslínu 1 og 2, 220 kV jarðstreng með 350-400 MW flutningsgetu að tengivirkinu á Geithálsi, stystu leið með núverandi línuvegi. Leggja þarf jarðstrenginn af alúð, sérlega á svæðum þar sem áberandi hraunmyndanir eru, austan Kaldárselsvegar í Hafnarfirði og sunnan Urriðavallar í Garðabæ að Heiðmerkurveginum. Þá þyrfti einnig að leggja 132 kV jarðstreng með 150-170 MW flutningsgetu í stað Hnoðraholtslínu 1 til Hnoðraholtstengivirkis í Kópavogi. Því gagnslítið væri að fjarlægja aðeins HN1 og 2 en skilja Hnoðraholtslínu 1 eftir sem liggur þeim samhliða til Kópavogs. Tengja ætti Búrfellslínu 3A og 3B inn í Kolviðarhólstengivirkið. Tveir jarðstrengir milli Hamraness og Straumsvíkur í stað Ísallínu 1 og 2 til álversins yrðu lagðir, þegar og ef samningur við álverið yrði endurnýjaður árið 2025 (sem mögulega fæli í sér að álverið legði fjármuni til þess). Ísallínur 1 og 2 yrðu svo fjarlægðar. III. Valkostur – tillögur undirritaðs um jarðstrengi úr byggð á Völlunum í Hafnarfirði. A) Að nýta áfram lengstan hluta Hamraneslína 1 og 2, þar sem eftirstöðvar endingartíma þeirra eru 25 ár og þær eru aðeins 30% lestaðar. Að leggja 220 kV jarðstreng með 350-400 MW flutningsgetu frá Hamranesi úr byggð upp á Bleiksteinsháls, norðan Vallahverfisins á svipaðan stað og endavirki Hnoðraholtslínu 1 er, en þó aðeins fjær byggð, síðan yrði sá hluti línunnar fjarlægður. Tengja ætti Búrfellslínu 3A og 3B inn í Kolviðarhólstengivirkið. Jarðstrengur milli Hamraness og Straumsvíkur yrði lagður og annar jarðstrengur milli endavirkis Hamraneslínu 1 og 2 á Bleiksteinshálsi til Straumsvíkur í stað Ísallínu 1 og 2 til álversins, þegar og ef samningur við álverið yrði endurnýjaður árið 2025. Ísallínur 1 og 2 yrðu síðan fjarlægðar. B) Eftir 25 ár, þegar endingartími Hamraneslína 1 og 2 væri nær liðinn, yrði lagður jarðstrengur/jarðstrengir alla leið að Geithálsi (sjá lagnaleið í valkost II). Þá yrði um leið lagður 132 kV jarðstrengur með 150-170 MW flutningsgetu, í stað Hnoðraholtslínu 1 til Hnoðraholts í Kópavogi. Auk kosta II og III, leggur undirritaður til að Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörð, úr byggð, þar sem hún er þegar í vegi fyrir byggð í Hafnarfirði. Eins að Búrfellslína 3B verði lögð í jörð þegar byggð þróast suður fyrir Hamranestengivirkið. Rök undirritaðs með nýjum jarðstrengslögnum: Leiðin frá Kolviðarhóli til Straumsvíkur er 37 km, þar sem Sandskeiðslína 1 á að liggja. Leiðin milli Geitháls og Hamraness er 14 km, þar sem núverandi Hamraneslínur 1 og 2 liggja. Þar af leiðandi væri kerfislega, kostnaðarlega og umhverfislega hagstætt að leggja jarðstreng með 350-400 MW flutningsgetu þar á milli. Jarðstrengur í stað línu minnkar líkur á tjóni af völdum áfoks, annarrar óskilgreindrar ákomu, mögulegs hraunrennslis, veðurs og vegna tveggja lína á sama veðursvæði sem flyttu orku til álversins. En, eins og við vitum, þá mega álver ekki missa meira en 20% af þeirri orku sem þau nota að jafnaði og þola ekki að vera lengur straumlaus en að hámarki 4 klukkustundir. Ef einhvers staðar í raforkukerfi Íslands væri nothæfur 220 kV jarðstrengur út frá tæknilegu og rekstrarlegu sjónarmiði, þá væri það á þessum 14 km kafla. Með tilliti til vatnsbóls höfuðborgarsvæðisins, þá væri bygging nýrrar 440kV línu og síðar jafnvel annarrar línu, í Búrfellshrauni ofan vatnsbólsins, með vegaframkvæmdum sem þeim myndi fylgja, notkun tilheyrandi sprengiefna, notkun stórvirkra vinnuvéla og mögulegrar olíumengunar frá þeim auk meiri sinkmengunar frá fleiri möstrum sem þar við bættust, algjörlega fráleitur kostur. Tillögur undirritaðs um lagningu jarðstrengja, sem væru sjávarmegin við núverandi og framtíðar vatnsból höfuðborgarsvæðisins, myndu ekki stefna vatnsbólunum í hættu. 220 kV spennu hæð er fullnægjandi og þörfin fyrir nýjar 440 kV línur (eina eða tvær viðbótar línur) verður ekki til staðar nema álverum fjölgi verulega á Reykjanesskaganum. Að fjarlægja einungis Hamraneslínur 1 og 2 úr Heiðmörkinni (eins og Landsnet vill) gerir ekki nema hálft gagn, því eftir stæði samt sem áður Hnoðraholtslína 1 sem áfram þyrfti sitt pláss og rýrði Heiðmerkursvæðið með sjónmengun. Línuveg, ef lagður yrði við hlið jarðstrengs vegna lagningar hans, mætti malbika fyrir útivist, milli Geitháls og Hamraness og til Fitja í Reykjanesbæ. Þá lægi samfelldur hjólreiða- og göngustígur sem væri unaður fyrir útivistarfólk. Þar sem forsvarsmenn bæjarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu telja að byggð muni ekki þenjast út meira næstu 25 árin þá er ekki þörf á því að leggja Hamraneslínur 1 og 2 í jörð alla leið að Geithálsi strax, einungis upp fyrir Vallahverfið (eins og segir í valkosti III A). Af sömu ástæðu þarf ekki að flytja tengivirkið á Geithálsi né byggja nýtt tengivirki á Sandskeiði næstu áratugina. Í dag flytja jarðstrengir hundruð MW raforkuorku fyrir íbúa, iðnað auk stóriðju um allt höfuðborgarsvæðið. Jarðstrengur milli Hamraness og Geitháls væri til að auka öryggi orkuflutnings til álversins í Straumsvík með því að hafa raforkuflutninginn þangað annars vegar með línu og hins vegar með jarðstreng. Mat undirritaðs á notagildi núverandi tengivirkja, á Geithálsi, í Hamranesi og á Kolviðarhóli: Tengivirkið á Geithálsi er frá 1968 en var endurnýjað 1990. Ef það yrði fyrir byggð í framtíðinni, yrði það sett í hús (gert að innitengivirki) og jarðstrengir lagðir þaðan að Kolviðarhólstengivirki, sem hefur þegar mikla ónýtta stækkunarmöguleika. Tengivirkið að Hamranesi er eitt af þremur stærstu og vönduðustu tengivirkjum á landinu. Það er hannað til að vera inni í byggð, tengt línukerfinu með jarðstrengjum út úr byggðinni. Þegar lagningu jarðstrengja væri lokið (samkvæmt því sem lagt er til í valkostum II og III) þá mætti fjarlægja allt víravirki af þaki húss tengivirkisins og einnig af lóðinni. Eftir það væri hægt, að setja þak á spennarýmin, þétta þak hússins og endurnýja klæðningu þess. Við þetta yrði tengivirkið, húsið, vel útlítandi og allt rafmagnssurg væri úr sögunni. Tengivirkið mætti stækka bæði á 132 kV, 220 kV sem og 400 kV. Tengivirkið á Kolviðarhóli er nýlegt fullbúið tengivirki með sams konar rofabúnaði og er í Hamranesi, Fljótsdal og á mörgum fleiri stöðum. Rofabúnaðurinn er svissnesk/franskur af vönduðustu gerð. Við byggingu Kolviðarhólstengivirkisins var gert ráð fyrir allt að 100% stækkun frá því sem nú er með fleiri jarðstrengstengingum og rofaplássi fyrir það, stækkun sem ekki varð af. Þar má einnig tengja inn fleiri línur. Afleiðingar áforma Landsnets í Heiðmörk og í Hafnarfirði eru 5 línur til frambúðar (3-4 nýjar og 2 gamlar sem stæðu þar áfram) og 1-2 ný tengivirki: Nýjar, ein til tvær stórar 400-440 kV línur í Búrfellshrauni milli Sandskeiðs, Hrauntungu og álversins í Straumsvík (í stað gömlu Ísallínu 1 sem á að rífa). Ný lína milli Hamraness og Ísal (í stað Ísallínu 2 sem á að rífa). Ný Suðurnesjalína 2 220 kV út Reykjanesskagann. Gamla Búrfellslína 3B verður áfram sem lína til Hamranestengivirkis. Gamla Suðurnesjalína 1 verður áfram sem lína til Hamranestengivirkis. Nýtt tengivirki á Sandskeiði 220/440 kV. Nýtt tengivirki við Hrauntungur 220/440 kV. Í stað þessara stóru áforma Landsnets má framkvæma eftirfarandi: Leggja Hamraneslínu/r í jörð milli Hamraness og Geitháls (mögulega til að byrja með úr byggð upp á Bleiksteinsháls norðan Vallahverfisins. Og eftir 20 ár alla leið að Geithálsi, og þá um leið að leggja Hnoðraholtslínu 1 í jörð til Hnoðraholtstengivirkis. Leggja tvær línur í jörð milli Hamraness og Straumsvíkur, ef Rio Tinto verður þar áfram (en Rio Tinto hefur gefið ádrátt um að styðja verkefnið). Leggja Suðurnesjalínu 2 sem 132 kV jarðstreng (en 220 kV jarðstrengur er óþarfur, án margfaldrar orkuframleiðslu og orkunotkunar á suðvesturhorninu) út Reykjanesið .Leggja aðrar línur í jörð út úr byggð í Hafnarfirði (Búrfellslínu 3B ef og þegar þörf yrði) en Suðurnesjalínu 1 strax, vestur fyrir byggð (út í Kapelluhraun þar sem sett yrði endavirki). Sjá nánar grein undirritaðs: Rafvæðing Reykjanesskagans og framtíðarsýn - Vísir – 28. júlí 2016, sem birtist í Fréttablaðinu. Sjónræn og umhverfisleg niðurstaða þess, að farið væri að tillögum undirritaðs í stað áforma Landsnets: Í bæjarlandi Hafnarfjarðar yrði engin lína og ekkert viðbótartengivirki – í stað fimm lína og eins viðbótartengivirkis (eins og Landsnet hefur nýlega samið um við Bæjarstjórn Hafnarfjarðar). Utan bæjarlands Hafnarfjarðar væru 2 línur (Búrfellslína 3 í Búrfellshrauni og Suðurnesjalína 1 út Reykjanesskagann) – í stað fimm lína auk eins viðbótartengivirkis (eins og Landsnet ætlar sér að knýja í gegn) Lokaorð Landsnet vill fjölga línum og tengivirkjum um 100% á suðvesturhorninu. Landsnet gerir það nú síðast í samráði við Hafnfirðinga eina og hugmyndir annarra bæjarfélaga komast ekki að. Samkvæmt frétt Kjarnans 26. febrúar 2017, þá hefur „Century Aluminum móðurfyrirtæki Norðuráls fært niður álversverkefni í Helguvík um 152 milljónir dala, um 16,5 milljarða íslenskra króna. Þar með virðist endanlega ljóst að ekkert verður af uppbyggingu álvers þar, þótt það hafi í raun blasað við lengi.“. Þar með má telja að frekari uppbygging álvera hérlendis á næstu áratugum sé ólíkleg. Kerfisáætlun Landsnets er miðuð við stórt álver í Helguvík, og þarfnast því endurskoðunar, varðandi suðvesturlínur! Hagkvæmast væri fyrir Íslendinga að ljúka núverandi samningi við álverið í Straumsvík 2025 (helst í áföngum). Þannig mætti fresta byggingu tveggja nýrra virkjana í neðri Þjórsá, í meira en hálfa öld! Þetta væri stórkostleg gjöf sem Landsvirkjun færði þjóðinni, ef svo má segja. Hér hef ég lýst þremur valkostum til úrbóta á línukerfi suðvesturhornsins. Valkosti Landsnets um nýjar háspennulínur og ný tengivirki, og valkostum undirritaðs um uppbyggingu með jarðstrengjum og að notuð verði áfram núverandi tengivirki. Fjárhagslegur sparnaður samkvæmt valkostum undirritaðs eru á að giska tveir til þrír milljarðar króna samanborið við áform Landsnets, auk umhverfislegs ávinnings sem væri gríðarlegur og þess að ekki væri tekin áhætta varðandi vatnsból höfuðborgarsvæðisins eins og gert væri með lagningu Landsnets á Sandskeiðslínu 1 og 2 og byggingu tveggja tengivirkja á svæðinu. Nýlegir héraðs- og hæstaréttardómar varðandi háspennulínulagnir á Reykjanesi átelja að ekki hafi verið nægilega skoðaðir allir valkostir s.s. jarðstrengir, varðandi fullnægjandi rekstur raforkukerfisins, sem samrýmast einnig stefnu stjórnvalda. Landsneti er því skylt að taka til skoðunar lagningu jarðstrengja og koma þeir valkostir sem hér hafa verið lagðir fram vel að notum við þá endurskoðun sem nú er framundan! Höfundur er rafiðnaðarmaður og fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar og Landsnets sem unnið hefur að uppbyggingu raforkukerfisins og viðhaldi þess.
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar