Vilja selja allt hlutafé í Öryggismiðstöðinni Hörður Ægisson skrifar 4. maí 2017 07:00 Frá árinu 2012 hefur velta Öryggismiðstöðvarinnar aukist um meira en 90 prósent. vísir/eyþór Eigendur Öryggismiðstöðvar Íslands, sem eru meðal annars Hjörleifur Þór Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso, og Guðmundur Ásgeirsson, oft kenndur við Nesskip, hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé í félaginu. Hagnaður Öryggismiðstöðvarinnar nam ríflega 220 milljónum króna í fyrra og næstum tvöfaldaðist á milli ára. Í stuttri fjárfestakynningu sem var send á fjárfesta og ýmsa markaðsaðila í lok síðustu viku, og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að tekjur félagsins hafi aukist um liðlega fjórðung á árinu 2016 og numið tæplega 3,7 milljörðum króna. EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – batnaði einnig um liðlega 130 milljónir á milli ára og nam 421 milljón í fyrra. „Fjárhagur félagsins, staða Öryggismiðstöðvar Íslands á markaði og horfur í ytra rekstrarumhverfi hafa sjaldnast ef nokkurn tíma verið betri,“ segir í kynningunni. Hreinar vaxtaberandi skuldir félagsins voru 184 milljónir í árslok 2016 og eiginfjárhlutfall um 32 prósent.Hjörleifur Jakobsson, stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar.Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance sem hefur umsjón með söluferlinu á Öryggismiðstöðinni en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í félagið er til 17. maí næstkomandi. Heildarvelta á öryggisþjónustumarkaðnum var talin vera á bilinu 8 til 13 milljarðar á árinu 2015. Neðri mörkin miðast þá einungis við tvö stærstu fyrirtækin – Öryggismiðstöðina og Securitas – en ef einnig er tekið tillit til áætlaðra umsvifa annarra aðila sem reka eigin öryggisgæslu, svo sem Isavia og Landspítalans, þá er stærð markaðarins um 4 til 5 milljörðum meiri. Á það er bent í kynningu Arctica Finance að vöxtur tveggja stærstu félaganna hafi verið mikill síðustu ár en á tímabilinu 2007 til 2015 var árlegur meðalvöxtur tekna ríflega níu prósent. Frá árinu 2012 hefur velta Öryggismiðstöðvarinnar aukist um meira en 90 prósent. Þá segir í kynningunni að uppgangur í íslensku efnahagslífi muni styðja við áframhaldandi vöxt og eftirspurn á öryggismarkaði auk þess sem „vænt breyting á aldurssamsetningu þjóðar [mun] stækka markaðinn frekar á komandi árum, hvort sem er á sviði öryggis- eða velferðartengdrar þjónustu.“ Stærsti eigandi Öryggismiðstöðvarinnar er Unaós ehf. með 90 prósenta hlut. Helstu eigendur þess félags, hvor um sig með ríflega 30 prósenta hlut, eru Guðmundur Ásgeirsson og hjónin Hjörleifur Þór og Hjördís Ásberg. Hjörleifur, sem er jafnframt stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar, var um tíma einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og stýrði þá fjárfestingarfélaginu Kili sem var stór hluthafi í Kaupþingi og sat í stjórn bankans. Eignarhaldsfélag Hjörleifs og eiginkonu hans seldi tæplega fjórtán prósenta hlut í Hampiðjunni í maí 2014 og nam hagnaður félagsins af sölunni 760 milljónum. Þá var Hjörleifur á meðal þeirra einkafjárfesta sem voru umsvifamiklir í fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu sem lauk í árslok 2016. Aðrir hluthafar í Öryggismiðstöðinni eru meðal annars Róbert Aron Róbertsson, sem hefur starfað náið með Ólafi Ólafssyni undanfarin ár og setið í stjórnum margra félaga á hans vegum, og Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, en hann á ríflega 4,3 prósent í fyrirtækinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Eigendur Öryggismiðstöðvar Íslands, sem eru meðal annars Hjörleifur Þór Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso, og Guðmundur Ásgeirsson, oft kenndur við Nesskip, hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé í félaginu. Hagnaður Öryggismiðstöðvarinnar nam ríflega 220 milljónum króna í fyrra og næstum tvöfaldaðist á milli ára. Í stuttri fjárfestakynningu sem var send á fjárfesta og ýmsa markaðsaðila í lok síðustu viku, og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að tekjur félagsins hafi aukist um liðlega fjórðung á árinu 2016 og numið tæplega 3,7 milljörðum króna. EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – batnaði einnig um liðlega 130 milljónir á milli ára og nam 421 milljón í fyrra. „Fjárhagur félagsins, staða Öryggismiðstöðvar Íslands á markaði og horfur í ytra rekstrarumhverfi hafa sjaldnast ef nokkurn tíma verið betri,“ segir í kynningunni. Hreinar vaxtaberandi skuldir félagsins voru 184 milljónir í árslok 2016 og eiginfjárhlutfall um 32 prósent.Hjörleifur Jakobsson, stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar.Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance sem hefur umsjón með söluferlinu á Öryggismiðstöðinni en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í félagið er til 17. maí næstkomandi. Heildarvelta á öryggisþjónustumarkaðnum var talin vera á bilinu 8 til 13 milljarðar á árinu 2015. Neðri mörkin miðast þá einungis við tvö stærstu fyrirtækin – Öryggismiðstöðina og Securitas – en ef einnig er tekið tillit til áætlaðra umsvifa annarra aðila sem reka eigin öryggisgæslu, svo sem Isavia og Landspítalans, þá er stærð markaðarins um 4 til 5 milljörðum meiri. Á það er bent í kynningu Arctica Finance að vöxtur tveggja stærstu félaganna hafi verið mikill síðustu ár en á tímabilinu 2007 til 2015 var árlegur meðalvöxtur tekna ríflega níu prósent. Frá árinu 2012 hefur velta Öryggismiðstöðvarinnar aukist um meira en 90 prósent. Þá segir í kynningunni að uppgangur í íslensku efnahagslífi muni styðja við áframhaldandi vöxt og eftirspurn á öryggismarkaði auk þess sem „vænt breyting á aldurssamsetningu þjóðar [mun] stækka markaðinn frekar á komandi árum, hvort sem er á sviði öryggis- eða velferðartengdrar þjónustu.“ Stærsti eigandi Öryggismiðstöðvarinnar er Unaós ehf. með 90 prósenta hlut. Helstu eigendur þess félags, hvor um sig með ríflega 30 prósenta hlut, eru Guðmundur Ásgeirsson og hjónin Hjörleifur Þór og Hjördís Ásberg. Hjörleifur, sem er jafnframt stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar, var um tíma einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og stýrði þá fjárfestingarfélaginu Kili sem var stór hluthafi í Kaupþingi og sat í stjórn bankans. Eignarhaldsfélag Hjörleifs og eiginkonu hans seldi tæplega fjórtán prósenta hlut í Hampiðjunni í maí 2014 og nam hagnaður félagsins af sölunni 760 milljónum. Þá var Hjörleifur á meðal þeirra einkafjárfesta sem voru umsvifamiklir í fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu sem lauk í árslok 2016. Aðrir hluthafar í Öryggismiðstöðinni eru meðal annars Róbert Aron Róbertsson, sem hefur starfað náið með Ólafi Ólafssyni undanfarin ár og setið í stjórnum margra félaga á hans vegum, og Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, en hann á ríflega 4,3 prósent í fyrirtækinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira