Knattspyrnukonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og María Þórisdóttir mætast með liðum sínum í Meistaradeild kvenna í fótbolta í þessum mánuði en mikil reiði er innan sænska félagsins Rosengård þar sem að sænsku sjónvarpsstöðvarnar sýna sænska liðinu lítinn áhuga.
Engin sænsk sjónvarpsstöð hefur áhuga á því að sýna Meistaradeildarslaginn á milli Rosengård og Chelsea í sextán liða úrslitum keppninnar. Forráðamenn Rosengård eru mjög ósáttir með þetta og kalla eftir því að stelpunum í sænska fótboltanum verði sýnd meiri virðing.
„Við eigum skilið meiri virðingu í jafnréttisþjóðfélagi,“ sagði Håkan Wifvesson, framkvæmdastjóri Rosengård við Expressen.
Þegar Rosengård lenti á móti enska stórliðinu Chelsea voru forráðamenn félagsins vissir um að sænsku sjónvarpsstöðvarnar vildu allar sýna leikinn. Annað hefur komið á daginn.
„Engin sænsk sjónvarpsstöð vill sýna leikinn. Ef að þetta væri leikur í Meistaradeildinni hjá körlunum þá hefði þetta aldrei gerst. Það er mikil synd að menn séu ekki að nýta tækifærið að sýns sænska kvennafótboltann þegar hann er í Meistaradeildinni, “ sagði Wifvesson.
„Við eigum skilið meiri virðingu í jafnréttisþjóðfélagi. Þetta eru tvö öflug félög og tvö mjög góð lið í Meistaradeildinni,“ sagði Wifvesson allt annað en sáttur.
Félag Glódísar kallar eftir meiri virðingu fyrir stelpunum sínum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn