Neita að hafa kveikt í Ikea-geitinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2017 09:00 Jólageitin hefur heimsótt okkur Íslendinga átta sinnum. Ekki er ljóst hvort hún gleðji okkur með nærveru sinni í níunda skiptið. vísir/tinni Tvær konur og einn karlmaður, öll á þrítugsaldri, hafa verið ákærð fyrir stórfelld eignaspjöll með því að hafa kveikt í Ikea-geitinni svokölluðu á lóð verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ í nóvember síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni þar sem öll þrjú neituðu sök. Ikea fer jafnframt fram á að fólkið greiði fyrir tjónið, tæplega 1,8 milljónir króna, auk vaxta. Sakborningarnir þrír sáust bera eld að geitinni á öryggismyndavélum Ikea um klukkan fjögur aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember 2016. Þar sjást þau skvetta eldfimum vökva á geitina og kasta í hana einhvers konar eldkokteil. Þá sést eitt þeirra fara inn fyrir rafmagnsgirðinguna, sem var umhverfis geitina, en þá var farið að loga ansi glatt í henni. Fólkið flúði af vettvangi en var elt upp, fyrst af öryggisverði og svo af lögreglu, sem handtók þau við Bústaðaveg í Reykjavík. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.Margt gengið á í lífi geitarinnar Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Það er því engin nýlunda að geitin sé brennd með fólskulegum hætti.Jólageitin fauk um koll í óveðri árið 2011.mynd/ikeaIkea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd. Hún er fagurlega skreytt borðum og ljósum og lýsir þannig upp skammdegið í aðdraganda jólanna, en hún hefur átta sinnum verið sett upp hér á landi. Það sem breyst hefur í gegnum tíðina er að öryggisgæsla umhverfis geitina verður sífellt hertari. Öryggismyndavélum hefur verið komið upp auk rafmagnsgirðingu til að verja geitina frá óprúttnum aðilum. Það hefur þó ekki alltaf dugað til því geitin verður ýmist skemmdarvörgum, óveðri eða rafmagni að bráð. Margt hefur gengið á hjá jólageitinni hér á landi en hún hefur verið sett upp árlega seinustu átta ár. Í raun er það orðið svo að landsmenn bíða eftir fregnum um andlát geitarinnar á ári hverju, en forsvarsmenn Ikea segjast langþreyttir.Allt kapp var lagt á til að koma í veg fyrir að geitin yrði eyðilögð. Það fór þó ekki betur en svo að það kviknaði í geitinni út frá utiseríu sem umvafði hana.vísir/bylgja guðjónsdóttirÁrið 2010 Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum eftir að eldsins varð vart en þá voru brennuvargarnir ár bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og sneru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögregla hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn Ikea buðu mönnunum það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin.Árið 2011 Jólageitin féll í miklu óveðri sem reið yfir 8. nóvember 2011. Til mikillar lukku tókst að reisa geitina aftur við en hún skemmdist aðeins lítillega Árið 2012 Jólageitin brennd til kaldra kola - öðru sinni. Brennuvargarnir náðust og aftur ákvað Ikea að útkljá málið frekar en að fara með það fyrir dóm. Tjónið var metið á eina milljón króna.Árið 2013 Veðrið lék jólageitina grátt. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu sem varð til þess að geitin fauk á aðra hliðina. Hún slapp með lítilsháttar meiðsl.Árið 2015 Öryggisgæsla allan sólarhringinn í kringum geitina. Það dugði þó ekki til því nokkrum dögum furðraði geitin upp. Hafði þá kviknað í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana. Forsvarsmenn Ikea sögðu eftir íkveikjuna í fyrra að nú væri nóg komið. Var því ekki lagt fram sáttatilboð líkt og hingað til hefur verið gert og kæra lögð fram, auk þess sem saksóknari gaf út ákæru á hendur brennuvörgunum þremur. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður, öll á þrítugsaldri, hafa verið ákærð fyrir stórfelld eignaspjöll með því að hafa kveikt í Ikea-geitinni svokölluðu á lóð verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ í nóvember síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni þar sem öll þrjú neituðu sök. Ikea fer jafnframt fram á að fólkið greiði fyrir tjónið, tæplega 1,8 milljónir króna, auk vaxta. Sakborningarnir þrír sáust bera eld að geitinni á öryggismyndavélum Ikea um klukkan fjögur aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember 2016. Þar sjást þau skvetta eldfimum vökva á geitina og kasta í hana einhvers konar eldkokteil. Þá sést eitt þeirra fara inn fyrir rafmagnsgirðinguna, sem var umhverfis geitina, en þá var farið að loga ansi glatt í henni. Fólkið flúði af vettvangi en var elt upp, fyrst af öryggisverði og svo af lögreglu, sem handtók þau við Bústaðaveg í Reykjavík. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.Margt gengið á í lífi geitarinnar Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Það er því engin nýlunda að geitin sé brennd með fólskulegum hætti.Jólageitin fauk um koll í óveðri árið 2011.mynd/ikeaIkea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd. Hún er fagurlega skreytt borðum og ljósum og lýsir þannig upp skammdegið í aðdraganda jólanna, en hún hefur átta sinnum verið sett upp hér á landi. Það sem breyst hefur í gegnum tíðina er að öryggisgæsla umhverfis geitina verður sífellt hertari. Öryggismyndavélum hefur verið komið upp auk rafmagnsgirðingu til að verja geitina frá óprúttnum aðilum. Það hefur þó ekki alltaf dugað til því geitin verður ýmist skemmdarvörgum, óveðri eða rafmagni að bráð. Margt hefur gengið á hjá jólageitinni hér á landi en hún hefur verið sett upp árlega seinustu átta ár. Í raun er það orðið svo að landsmenn bíða eftir fregnum um andlát geitarinnar á ári hverju, en forsvarsmenn Ikea segjast langþreyttir.Allt kapp var lagt á til að koma í veg fyrir að geitin yrði eyðilögð. Það fór þó ekki betur en svo að það kviknaði í geitinni út frá utiseríu sem umvafði hana.vísir/bylgja guðjónsdóttirÁrið 2010 Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum eftir að eldsins varð vart en þá voru brennuvargarnir ár bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og sneru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögregla hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn Ikea buðu mönnunum það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin.Árið 2011 Jólageitin féll í miklu óveðri sem reið yfir 8. nóvember 2011. Til mikillar lukku tókst að reisa geitina aftur við en hún skemmdist aðeins lítillega Árið 2012 Jólageitin brennd til kaldra kola - öðru sinni. Brennuvargarnir náðust og aftur ákvað Ikea að útkljá málið frekar en að fara með það fyrir dóm. Tjónið var metið á eina milljón króna.Árið 2013 Veðrið lék jólageitina grátt. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu sem varð til þess að geitin fauk á aðra hliðina. Hún slapp með lítilsháttar meiðsl.Árið 2015 Öryggisgæsla allan sólarhringinn í kringum geitina. Það dugði þó ekki til því nokkrum dögum furðraði geitin upp. Hafði þá kviknað í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana. Forsvarsmenn Ikea sögðu eftir íkveikjuna í fyrra að nú væri nóg komið. Var því ekki lagt fram sáttatilboð líkt og hingað til hefur verið gert og kæra lögð fram, auk þess sem saksóknari gaf út ákæru á hendur brennuvörgunum þremur.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira