Fótbolti

Rosenborg vann Molde þrátt fyrir sjálfsmark Bendtner

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bendtner vonast til að endurræsa ferilinn hjá Rosenborg og hann skoraði í dag, bara í rangt mark.
Bendtner vonast til að endurræsa ferilinn hjá Rosenborg og hann skoraði í dag, bara í rangt mark. vísir/getty
Rosenborg vann góðan sigur á Molde, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Milan Jevtovic og Fredrik Midtsjoe gerði sitt markið hvor fyrir norsku meistarana í leiknum.

Niklas Bendtner náði ekki að komast á blað fyrir Rosenborg í leiknum, en því miður fyrir hann var það í rangt mark og skoraði hann sjálfsmark.

Matthías Vilhjálmsson var allan leikinn á varamannabekknum í liði Rosenborg. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn af bekknum í liði Molde en Óttar Magnús Karlsson var allan leikinn á bekknum.

Rosenborg er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og í efsta sæti deildarinnar. Molde í því öðru með sex stig en þetta var fyrsti leikurinn sem liðið tapar á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×